Skírnir - 01.01.1934, Síða 198
192
Veldi Guðmundar ríka.
[Skírnir
mundur tók völd. Þá gera Möðrvellingar og Esphæling-
ar Vigfús Glúmsson sekan fjörbaugsmann, því að faðir
hans hafði ekki afl við þeim lengur. Niðurlag Glúmu
segir svo, að Glúmur hafi verið tuttugu vetur mestur
höfðingi í Eyjafirði, en aðra tuttugu engir meiri en til
jafns við hann. Glúmur andaðist 1003. Þessi fyrsti sigur
Möðrvellinga hefir þá orðið um 983, og er Eyjólfs Val-
gerðarsonar ekki getið í málunum. Sex árum síðar varð
bardagi á Hrísateigi, og eftir þriggja ára málaferli út
af honum tókst þeim Möðrvellingum og bandamönnum
þeirra að hrekja Glúm af Þverá út í Hörgárdal (þ. e. um
992).Þessi grein á að sýna, hvaðan Guðmundi ríka
hefir komið aukinn styrkur.
Þingmannaleið hét í fornöld leiðin úr Ljósavatns-
skarði yfir Fnjóská á Þingvaði suður frá Vöglum, þaðan
yfir Vaðlaheiði og niður sunnan við Búðarlágina á Vaðla-
þingi. Sjálfsagt hafa margir Þingeyingar notað þennan
veg í alþingisreið, þegar ekki voraði svo vel, að Sprengi-
sandur væri fær í tæka tíð. En menn í þeim erindum
hafa komið marga fleiri vegi yfir Vaðlaheiði. Vegir til
alþingis hafa óvíða fengið slík nöfn; þeir hafa verið of
margir til þess. Eftir öllum líkum er Þingmannaleið
kennd við Þingeyinga, sem komið hafa, í stórhópum,
austan um Ljósavatnsskarð til Vaðlaþings.1 2) Enn er
eitt: Þingmenn hafa ekki kennt veginn við sig sjálfir.
Eyfirðingar eru líklegri til þess. Þeir hafa kennt hann
við einkennilegustu lestirnar, sem þeir sáu bugðast nið-
ur hlíðina. Þ,eim hefir orðið starsýnt á þær, ef þá hefir
grunað, að þær kæmu til að skipta virðingu og völdum
með höfðingjunum í héraðinu.
Saga Ljósvetninga segir af deilum þeirra við Guð-
1) Hér er alveg fylgt reikningi Glúmu, en gengið fram hjá
annálum, sem setja Hrísateigsfund árið 983. Eg hygg, að sú tíma-
setning stafi af misskilningi annálahöfundar á sögunni.
2) Kaalund telur það vafalaust, og hann hafði manna bezt
yfirlit yfir nafngiftarvenjur fornmanna (Hist. topogrifisk Beskri-
velse af Island II, 141).