Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 199
Skírnir]
Veldi Guðmundar ríka.
193
mund ríka, frá því að Glúmur var nýlega hrakinn af
Þverá, en skýrir fátt af orsökum deilnanna. Þó má þar
sjá, að Guðmundur átti fjölda þingmanna um Reykja-
úal, Reykjahverfi og Tjörnes, og skipti sér þess vegna
■af öllum héraðsmálum Þingeyinga. Þorsteinn í Hvammi,
son Áskels Reykdælagoða, „seldi af hendi goðorð þeira
Skútu (eftir dauða föður þeirra),----------annat sumar
«ptir kom Skúta til fslands------------ok var löngum
hljóðr á þeim vetri ok þykkir sér nær höggvit hafa verit
ok þóttisk engar bætr haft hafa fyrir víg föður síns“,
segir Reykdæla (17. kap.). Af þessum sökum gerist
síðari hluti hennar (saga Skútu). Við vitum nógu mikið
tímatal þessara atburða og snertingu þeirra við ey-
firzka menn til þess, að freistandi ,er að leita eftir nánu,
lifandi samhengi.
Dauði Áskels goða verður ekki tímasettur með ná-
kvæmni. Guðbrandur Vigfússon setti hann um 970. Of
langt yrði að hrekja rök hans hér, en þau standast ekki.
I þess stað má nokkurn veginn fullyrða, að harðindin,
Þegar drepa átti gamalmenni og bera út börn (Reykd.
^• kap.), hafi verið „óöld í heiðni“ vorið 975. Og eftir
i>að á Áskell að hafa lifað nokkur ár. Hins vegar verður
VlS hans nokkrum árum fyrir dauða Eyjólfs Valgerðar-
sonar, þ. e. varla síðar en 980. Hver er það, sem þá tek-
Ur við Reykdælagoðorði af Þorsteini Áskelssyni?
Goðorð voru elcki látin ganga úr ætt að nauðungar-
|ausu. Skúta var framgjarn og vildi ná forustu Mývetn-
lnSa að minnsta kosti. Hann átti búð á alþingi, e. t. v.
búð föður síns, en reið ekki þangað, eftir að sakir hans
Uxu, nema í nauðsyn (Reykd. 25. kap.). Hann fer sýni-
*eSa ekki með goðorð, virðist ekki einu sinni hafa reynt
uá því. Það hefir ekki verið endurfalt. Einar Konáls-
son var annar helztur þeirra frænda. Hann gat átt fornt
ei’fðatilkall í goðorðinu. Hann var líklegur, en enginn
ailnar, sem sögur nefna, til að taka við því af Þorsteini.
Hann styður Skútu frænda sinn í ýmsum málum, en er
t*á goðorðslaus. Goði Reykdæla hlaut að vefjast í deil-
13