Skírnir - 01.01.1934, Side 200
194
Veldi Guðmundar ríka.
[ Skírnir
urnar, með eða móti Skútu. Reykdælasaga þekkir hann
engan á dögum Skútu. Manni liggur við að halda, að
hann hafi enginn verið, eða a. m. k. ekki innan héraðs.1)
Litlu síðar (fyrir 995) er búið að flytja vorþing úr
Þingey í Skjálfandafljóti í Leiðarnes við Fnjóská niður
frá Hálsi. Ljósvetningar hljóta að hafa valið þann þing-
stað einir; hann er svo fjarri miðju héraði. Þar höfðu þeir
haldið „Ljósvetningaleið“ áður, en Reykdælir höfðu aðra
hjá sér, líklega á Leiðarhóli í Reykjadal.2) Og merkileg-
ast ,er, að þingið í Leiðarnesi var fyrir eitt af goðorðum
Þingeyjarþings, en alls ekki þrjú. Lýsingin af því í 4.
kap. Ljósv.s. verður ekki skýrð á annan hátt. Arnsteinn
goði úr Öxarfirði á hluta í goðorðinu og sækir þingið.
Annars er líklegt, að meginið af Norður-Þingeyingum
hafi lotið einhyerjum lítt þekktum goða (Miklagarðs-
feðgum Skeggja og Þóri?) og ekki fengizt til að sækjn
vorþing vestur í Leiðarnes. Skammt frá Svalbarði í
Þistilfirði, á sæmilega hentugum þingstað, heitir Lög-
réttunes og Lögréttutættur. Það gætu verið minjar um
vorþing, en sögurnar ná ekki þangað. Hins vegar fara svo
miklar sögur af Reykdælum um þetta leyti, að varla gat
dulizt, ef þeir hefðu haldið þing sér. Það sést ekki. Mál
1) Njála (138. og 141. kap.) lætur Lýting, Blæing og Hróa
Arnsteinssonu vera fyrir Öxfirðingum á þingi 1012, en Kol, son
Víga-Skútu, Áskel og Eyvind Þorkelssonu fyrir Reylcdælum og fer
Áskell með goðorð. Þorkell faðir hans er talinn sonur Áskels goða
eldra, en Reykd. nefnir aðeins Skútu og Þorstein. Njála fer því
ekki eftir Reykd., heldur ættartölu að líkindum. En notkunin í Njálu
á Áskatli og goðorði hans er skáldsaga og þess vegna ónýt heimild
um, að goðorð hafi haldizt í ættinni. I öðru lagi gat þetta verið ný-
upptekið fimmtardómsgoðorð.
2) Ljósvetningaleið er nefnd fyrst í 12. og 20. kap. Reykd.,
sbr. nafnið á þingstaðnum, „Leiðarnes“, eða aðeins „Leið“, eins og
lesa verður í miðjum 3. kap. Ljósvetningasögu, þar sem tvímæla-
laust er verið að ræða um ferð til vorþings á þessum þingstað („hitta
Ófeig ok báðu hann fara til leiðar [þ. e. Leiðar] til liðveizlu við
sik“). Önnur skýring er í Árb. fornleifafél. 1918, bls. 1—13. Uffl
Reykdælaleið sjá sama rit 1901, bls. 13—14, og nafnið í 2. kap.
Ljósv.s.