Skírnir - 01.01.1934, Side 202
196
Veldi Guðmundar ríka.
[ Skírnir
þingfararskyldir bændur, þegar Áskell féll frá því. En
20—30 árum síðar hafa 30 af þeim sömu bændum, eða
synir þeirra, Guðmund ríka fyrir goða, og eru þó í þeim
hópi aðeins taldir menn, sem bæði hafa efni á að eiga
stóðhesta og einurð til að storka goða sínum með heim-
reiðinni. Hér er þá fengin staðreynd, sem v.irðist mega
reikna með: Skömmu eftir dauða Áskels hafa nálega all-
ir þingmenn hans verið gengnir undir Guðmund ríka, —
eða ef til vill Eyjólf föður hans. Hvernig gat það orðið?
Þingmenn gátu sagt sig úr þingi og í þing með hverj-
um goða, sem þeir vildu í fjórðungnum. En vandkvæði
voru á því. ,,Þá er til framkvæmda kom, gat nú þetta
frelsi til að skipta um goða sjaldnast verið meira en nafn-
ið eitt, því að enginn höfðingi lét sig það einu gilda, að
menn segðist úr þingi með honum, sízt ef hann hafði
mikið ríki, — og gátu því þingmenn því aðeins gert það,
að sá, er þeir sögðust í þing með, byggi nálægt og væri
eigi óríkari en hinn og eigi of vinveittur honum, svo að
hann bæði gæti haldið þá á móti honum og vildi gera
það“ (Konrad Maurer, Upphaf allsherjarríkis á íslandi,
bls. 96). Þessi leið til að afla svo margra þingmanna á
skömmum tíma hefði verið Guðmundi ófær, nema með
stórfelldum gjöfum. En þannig keyptir vinir gátu ekki
kvartað undan kostnaði við að halda Guðmund, né veitt
honum aðra eins heimsókn og þeir Ófeigur gerðu.
Guðmundur hlýtur að hafa eignazt Reykdælagoð-
orð, allt í einu lagi. Erfitt er að hugsa sér, að það hafi
orðið við venjulegt kaup eða vingjöf. Þó hefir eitthvað
þess háttar gerzt, hvort sem Reykdælum hefir verið ljúft
eða leitt.
Það er ekki úr vegi að benda á afsal nokkurra goð-
orða síðar og á öðrum stöðum, því að sagan endurtekur
sig. Þórður Böðvarsson í Görðum gaf Snorra Sturlusyni
Lundarmannagoðorð hálft sér til styrktar gegn þeim,
er á leituðu. Ef til vill hafa líkar orsakir legið til þess,
að Snorri eignaðist síðar Reykhyltingagoðorð og hálft
Æverlingagoðorð. Sturla Sighvatsson tók að sér syni
Hrafns á Eyri 1225, er Þorvaldur Vatnsfirðingur hafði