Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 203
Skírnir]
Veldi Guðmundar ríka.
197
hrakið þá af eignum. En til endurgjalds tók Sturla við
goðorðum þeirra til eignar. Eigendur Fljótamannagoð-
orðs, Jón og Ásgrímur Ketilssynir, flæktust í mál við
Önund í Lönguhlíð 1188. Þeir báðu Guðmund dýra frænda
sinn hjálpar, en fengu ekki, fyrr en þeir gáfu honum
goðorðið, gerðust þingmenn hans og skjólstæðingar.
(Sturlunga, Rvík 1908—15, II 28, 134, I 237—40.)
Lítum nú á málavexti og sættir eftir dauða Áskels.
Hann var lagður að jöfnu við Steingrím á Kroppi, og
var það sanngjarnt. Steingrímur hafði hafið bardagann
af því, að Háls frændi Áskels og fylgdarmaður hafð,i
mælt sér til óhelgi. Það var lögmæt ástæða. Þó eru þrír
af mönnum Steingríms lagðir ógildir við sættina á eftir
fyrir aðför. Það hafa verið æði-vilhallar sættir, ,ef Reyk-
dælu má trúa. Eyjólfur Valgerðarson réð mestu um þær,
goði Steingríms og lengi á undan fulítrúi hans í deilun-
um við Reykdæli. Það hefir Eyjólfur ekki gert kaup-
laust að svíkja þingmenn sína. En hann var í þetta skipti
bundinn í báða skó, því að nýr maður gekk í málið af
Heykdæla hálfu, Einar Konálsson. Einar var systurson-
ur hans og fóstursonur. Einar hefir þá líklegast átt vald
á goðorði Reykdæla, að Þorsteini Áskelssyni frágengn-
um, eins og getið hefir verið. Höfundur Reykdælu segir
ekki meira en hann veit, og hann segir á sinn grandvara
hátt: „Er svá sagt, at Einarr Konálsson, fóstri Eyjólfs,
átti mikinn hlut í sáttmálum millum manna“. Vissa fæst
ekki um meira. En með hliðsjón af öllu, sem sagt hefir
verið, tel eg fengnar fyrir því góðar líkur, að einmitt
við þetta tækifæri hafi Eyjólfur fengið Reykdælagoðorð
ieynt eða ljóst í sættargerðarlaun.
Samkvæmt þessu er líklegt, að ekki aðeins burtför
Glúms af Þverá, heldur einnig fyrsti ósigur hans um
983 hafi stafað af því, að þá þegar hafi Möðrvellingar
verið búnir að ná undir sig Reykdælagoðorði.
Storkunaryrði Skútu eftir föðurhefndina geta vel
verið rétt hermd í Reykdælu. Úr þeim má lesa ógnun til
goðanna, Eyjólfs ogÞorgeirsáLjósavatni, sem báðir hafa
eflzt við fráfall Áskels og ætluðu nú að sýkna bana-