Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 218
Ritfregnir
Dr. Stefán Einarsson: Saga Eiríks Magnússonar. Rvík 1933.
Þa5 hefir verið mikið verk og vandasamt, að skrifa þessa
æfisögu. Hún er að mestu samin eftir bréfum og ritum Eiríks og
minningum þeirra manna, er þekktu hann. Þar hefir verið nokkur
bót í máli, að Eiríkur var mikill bréfritari og opinskár í bréfum
sínum, svo að þau lýsa vel skapferli hans og hugsunarhætti. Þó
varðar mestu, hvernig á slíku efni er haldið. Dr. Stefán hefir gert
það svo, að sagan er Eiríki og höfundinum til hins mesta sóma.
Hún er skemmtileg eins og bezta skáldsaga, svo að maður les hana
í einum spretti. Eiríkur var merkilegur maður og mikilhæfur, ís-
lenzkur Væringi, er lagði á stað með tvær hendur tómar út í lönd
og ruddi sér þar braut til virðulegrar stöðu og góðs álits beztu
manna. Hann vinnur vináttu þeirra með gáfum sínum, fjöri og
andríki og drengilegri framkomu. Eldur áhuga hans logar allt af
glatt. Hann er eins og sigjósandi hver, fullur af fyrirætlunum og
allt af kjarkgóður, þó að tregt gangi stundum. Og allt af er hugur
hans að öðrum þræði heima á íslandi. Hann lætur sig allt máli
skipta, sem hann heldur að verða megi ættjörðinni til gagns og
sæmdar, hvort sem það er smátt eða stórt, og leggur ótrauður
hönd á plóginn til hjálpar, hvar sem hann kemur því við. Góður
vottur um það, hver maður Eiríkur var, er allt samband hans við
Jón Sigurðsson og ást sú, er þeir höfðu hvor á öðrum. — Sagan
virðist skrifuð af mestu sanngirni í garð allra, er við hana koma,
og mat höf. á verkum Eiríks vel rökstutt. Ritaskráin aftan við bók-
ina — 14 bls. með örsmáu letri — sýnir, hver afkastamaður Ei-
ríkur var við ritstörfin og hve víða hann kom við. Þýðingar hans
á fornritum vorum, er hann gerði í samvinnu við William Morris,
og það, að hann glæddi áhuga Morris á bókmenntum vorum, hefn-
eflaust unnið oss ómetanlegt gagn, en auk þess hefir hann í rit-
um sinum um málfræðileg, fornfræðileg og söguleg efni, eins og
höf. sýnir, gert margar athuganir, sem enn er vert að gefa gaum,
og verður það nú auðveldara yfirlits, eftir að bók þessi með grein-
argerð dr. Stefáns og ritaskrá er komin. — Það er hið mesta dreng-