Skírnir - 01.01.1934, Side 219
Skírnir]
Ritfregnir.
213
skaparverk að vekja Eirík Magnússon aftur til lífsins í meðvitund
bjóðarinnar. Hann á það skilið, að hans sé minnzt, svo margt, sem
hann hefir vel gert, og svo glæsilegur fulltrúi vor sem hann var
um langt skeið hjá einni mestu menningarþjóð heimsins. Eg átti
Því láni að fagna, að vera með honum einn dag í Rúðu á þúsund
ara hátíð Normandís, og get af þeirri stuttu viðkynningu skilið,
að Eiríkur varð mönnum, er kynntust honum, ógleýmanlegur sakir
glæsimennsku og andríkis.
Dr. Stefán Einarsson hefir með þessari bók sinni og grein-
am, er hann hefir skrifað um nokkra íslenzka höfunda í Tímarit
Þjóðræknisfélagsins, sýnt, að honum lætur prýðilega að lýsa mönn-
um og verkum þeirra og væri gott að eiga von á sem mestu af því
frá hans hendi.
Ytri frágangur bókarinnar er snotur. G. F.
Friðrik FritSriksson: Min Livssaga. Kbh. 1933.
Séra Friðrik Friðriksson er óvenjulegur maður, einn af þeim,
sem lengi verður minnzt og ekki er líklegt að minnki í endurminn-
mgunni, heldur vaxi. Hann er einn af þeim fógætu mönnum, er
helga allt líf sitt háleitri hugsjón og finna æðstu gleði sína í því
að þjóna henni í auðmýkt. Hann er hinn óþreytandi sáðmaður,
sem reynir að gróðursetja gott í huga æskulýðsins og hlynna að
bví, hvar sem hann kemur. Ef nokkur á lykil að hjarta hvers drengs,
þá á hann það, og enginn veit, hve víða hann á ítök. Öllum vill
hann gott gera. Og svo kemur æfisagan og sýnir oss hina hliðina:
Honum finnst hann vera í skuld við nálega hvern mann, sem hann
hefir átt eitthvað saman við að sælda, allir hafi verið honum svo
góðir, nálega hver maður reynzt honum vel, hvar sem hann lcom.
»Þó menn, sem mér hafa mætt og þýðingu hafa haft fyrir mig, hefi
eS talað um eftir minni reynslu ó þeim, og eftir því, sem þeir komu
mér fyrir sjónir. Ef öðrum hafa reynzt þeir öðru vísi, þá kemur
mer það ekki við, né minni sögu“, segir hann í formálanum fyrir
»Undirbúningsárunum“. Og vér efumst ekki um, að hann segir
satt frá sinni reynslu. Einlægnin skín úr hverju orði. Ráðningin
a þessari gátu mun vera hið fornkveðna: ,,Som man raaber i
Skoven, faar man Svar“. Góðvild hans og einlægni hafa vakið
e,1(lurhljóm í brjóstum þeirra, sem kynntust honum, því að flestir
eiga þá strengi, ef vel er leitað. Hann treystir guði og trúir mönn-
um og honum verður að trú sinni. Hann er talandi tákn meðal vor
um það, hverju slík trú má til vegar koma. Æfisaga hans er því
ákaflega lærdómsrik, jafnt fyrir þá, sem ekki hafa sömu trúar-
skoðanir og hann, sem fyrir trúbræður hans. Og hún er svo lað-
andi að lesa, að fáir munu geta stillt sig um að halda áfram, ef
þeir byrja á henni. Séra Friðrik er gæddur náðargáfu sögumanns-