Skírnir - 01.01.1934, Page 220
214
Ritfregnir.
[ Skírnir
ins. Allt verður sögulegt; lífið verður æfintýri, af því að sögumað-
urinn bregður yfir það geislastaf samúðar og skilnings og af því
að hann af óbifanlegu trausti til guðs hefir oft valið þá leiðina,
sem fyrir manna sjónum virtist ófær og þó greiddist undursam-
lega að lokum. Minnið er frábært. Séra Friðrik virðist sjá og finna
löngu liðna atburði í huga sér eins og þeir væru nýgengnir um
garð. Merkilegt er það, hvernig æfisagan varð til. Hann segir í
formálanum fyrir „Undirbúningsárunum": „Þegar eg fyrst byrj-
aði á þessum æfiminningum, kom mér ekki til hugar að þær yrðu
annað eða meira en nokkrar greinar í tímaritinu „Óðni“; mér datt
ekki í hug að þær kæmu út sérprentaðar. Eg hafði litlum tíma að
verja til þeirra, og eiginlega enga löngun til að fást við þær. Vana-
legast fór eg því ekki að skrifa fyrr en heimtað var handrit í blað-
ið, settist þá niður og skrifaði í flaustri, án þes að hugsa um, hvað
á undan væri komið eða á eftir færi, og fór svo handritið í prent-
smiðju næstum því vott, án þess eg læsi það yfir. Eg skrifaði því
það, sem mér þá datt í hug, alveg eins og eg væri að segja þessa
sögu á fundi undirbúningslaust, og þess á milli kom sagan aldrei
inn í huga minn“. Og svo verður úr þessu einhver merkilegasta
æfisaga, sem rituð hefir verið á íslenzku.
Danska útgáfan er ekki nákvæm þýðing á íslenzku útgáf-
unni, heldur hefir höf. að nokkru leyti sniðið hana upp, bætt inn
ýmsu úr þjóðlífi voru, sem nauðsynlegt er til skilnings útlendum
lesöndum, og fellt niður smávegis, sem íslenzkir lesendur einir
hafa gagn af. Hann hefir og sagt nokkuð meira frá sumu, er gerð-
ist í Danmörku, svo sem eðlilegt er fyrir danska lesendur. Æfi-
sagan nær til 2. jan. 1902. Fer því fjarri, að bókin hafi spillzt í
meðferðinni, enda er höfundi danskan jafntöm og íslenzkan. Bókin
hefir fengið ágætar viðtökur. Hún kom út í nóvember sl. og var
uppseld um áramótin. Kom þá ný útgáfa í febrúar. Vona eg, að
hún eigi eftir að birtast á mörgum málum, en hvar, sem hún kem-
ur, mun hún vekja góðvild til þess lands, sem alið hefir svo elsku-
legan son. G. F.
Corpus codicum Islandicorum medii aevi. V. Möðruvallabók
(Codex Möðruvaliensis). MS No. 132 fol. in the Arnamagnæan
Collection in the University Library of Copenhagen. With an In-
troduction by Einar Ól. Sveinsson. Levin & Munksgaard. Ejnar
Munksgaard. Copenhagen 1933.
Möðruvallabók er eitt hið mesta og merkasta af fornhand-
ritum vorum, 200 blöð í stóru arkarbroti. í því eru þessar sögur:
Njáls saga, Egils saga Skalla-Grímssonar, Finnboga saga, Banda-
manna saga, Kormáks saga, Víga-Glúms saga, Droplaugarsona saga,
Ölkofra þáttur, Hallfreðar saga, Laxdæla saga, Fóstbræðra saga.