Skírnir - 01.01.1934, Side 222
216
Ritfregnir.
[ Skirnir
Johannes v. Háksen. Ludvig Holberg: Jean de France. Þýtt
og sniðið eftir íslenzkum staðháttum af Rasmusi Rask. Gefið út
eftir eiginhandarriti þýðanda af Jóni Helgasyni. Levin & Munks-
gaard. Ejnar Munksgaard. Kaupmannahöfn. 1934.
Þetta rit hefir einkennilega stöðu í bókmenntum vorum. Það
er fyrsta leikrit Holbergs, sem menn vita til að snúið hafi verið á
íslenzku, og það er þýtt og sniðið eftir islenzkum staðháttum af
dönskum manni i þeim tilgangi að hamla móti áhrifum dönsk-
unnar á íslenzkuna. Ef til vill hefir enginn unnað islenzkunni
heitar eða af dýpra skilningi á eðli hennar en Rask, höfuðsmið-
ur íslenzkrar málfræði. Honum hnykkir við, þegar hann kemur til
Reykjavíkur og heyrir hvílíkt hrognamál íslenzkan þar er orðin,
full af fáránlegustu dönskuslettum. Hann sér, að hún muni ekki
eiga þar langan aldur, „ef allt fer eins og hingað til“, og hann
býst undir eins til varnar. Hann gengst fyrir stofnun Hins íslenzka
bókmenntafélags, til að styðja og styrkja íslenzka tungu og bók-
vísi, en honum er jafnframt ljóst, að bráðari aðgerða þarf til
að hamla á móti apaskap þeirra, er þótti mest sæmdin í að ata hana
og afskræma með útlendum slettum. Hann þekkti líka pilta heima
fyrir. Holberg hafði í leikriti sínu Jean de France húðstrýkt upp-
skafninginn, sem verið hafði í París og reynir nú af veikum mætti
að herma eftir franskt mál og franska siði. Rask sér undir eins, að
bezta vopnið á slíka menn, hér sem þar, er miskunnarlaust háðið
og hláturinn, og hann sezt við að heimfæra leikrit Holbergs til ís-
lands, snúa því upp á þá, sem voru að bögglast við að vera danskir
í máli og háttum. Hefir hann eflaust ætlað að láta leika leikritið
hér, en af því hefir ekki orðið. Hann hefir ekki lokið þýðingunni.
Vantar nokkuð aftan af 4. þætti og allan 5. þátt.
Handrit Rasks er fyrsta uppkast og að líkindum skrifað vet-
urinn 1814—15. Var mjög gaman að fá það á prent. Það er
enn ein minning um starf Rasks í þágu íslenzkunnar, og sýnir
jafnframt, hvaða vald hann þá hefir fengið yfir henni og hve
meinlega hann leggur hlustirnar við hrognamálið i Reykjavík. Pró-
fessor Jón Helgason hefir ritað formála og athugasemdir. Er frá-
gangur allur hinn ágætasti og mun margur bókamaður vilja eign-
ast ritið. Útgefandinn hefir látið prenta 33 tölusett eintök með
dönskum formála á handgerðan pappír og gefið vinum sínum hér
og erlendis. Hafi hann þökk fyrir útgáfuna og allt sitt starf í
þarfir bókmennta vorra. G. F.
Nanna Lundh-Eriksson och Ejnar Fors Bergström: Nordens
minsta kungarike. Stockholm 1933.
Þetta er bezta bók. Hún gefur á rúmum 100 bls. óvenju góða
hugmynd um land vort og þjóð. Er þar komið fyrir svo miklum