Skírnir - 01.01.1934, Síða 223
Skírnir]
Ritfregnir.
217
fi'óðleik í stuttri og skemmtilegri frásögn, að furða má heita.
Kapitularnir eru: 1. Leiðin til sögueyjarinnar. 2. Fyrstu kynni.
3. Frá Garðari sænska til vorra daga. 4. Reikað um Reykjavík.
5. Utan borgar. 6. Til Geysis. 7. Hekla og önnur merkileg eldfjöll.
8. íslands blundandi milliónir (þ. e. fossaflið). 9. Sveitalífið. 10.
Fjallgöngur. 11. Helgar. 12. Einföld heimilisstörf (þ. e. hagnýting
laugahitans til heimilisnota). 13. Til Þingvalla. 14. Atvinnuvegir.
15. Börnin á íslandi. 16. Bókhneigð þjóð. 17. Heimleiðis.
Eins og yfirlitið sýnir, er frásögninni að mestu haldið í
ferðasöguformi, sagt frá því, sem ber fyrir augun á leiðinni, og
þá um leið skotið inn alls konar fróðleik, er stendur í einhverju
sambandi við það, og verða það stundum heilir kaflar um sögu
landsins, náttúru, atvinnuvegi, bókmenntir o. s. frv. Er svo vel á
þessu haldið, að unun er að. Þar kemur varla fyrir ónákvæmni,
sem vert sé að benda á, nema ef vera skyldi, að sagt er, að lítið
sé um brauðmat í sveitinni, en harðfiskur í hans stað, og að
Passíusálmar Hallgrims Péturssonar séu 60 (sem ef til vill er
prentvilla fyrir 50). Þar sem minnst er á nútiðarkveðskap, hefði
fyrst og fremst átt að nefna Einar Benediktsson. Eg nefni þetta
fyrir þá sök, að eg vona, að bókin komi út í mörgum útgáfum og
væri gott að hún væri þýdd á önnur mál. Hún verður þjóð vorri til
gagns og sóma. G. F.
Uno von Troil: Brev om Island. Med inledning av Ejnar
Fors Bergström (Skrifter utgivne av Samfundet Sverige-Island.
3.). Stockholm 1933.
Um þessa bók Uno von Troils, síðar erkibiskups í Uppsölum,
má vísa til Landfræðissögu Þorv. Thoroddsens, III, bls. 133—135
og víðar. Hún vakti mikla athygli, er hún kom út 1777, og var brátt
gefin út á þýzku, ensku (4 útg.), frönsku og hollenzku. Hefir hún
eflaust átt góðan þátt í því, að leiðrétta hugmyndir manna um ís-
land viðsvegar um lönd og vakið áhuga margra á að kynnast því.
Félagið Sverige-Island hefir nú gefið bókina út á ný í vandaðri út-
gáfu. Hefir Ejnar Fors Bergström ritstjóri, sem kunnur er hér af
bók sinni „Island i stöpsleven", ritað inngang. Segir hann þar frá
Sir Joseph Banks, er kostaði förina til íslands 1772 og tók Uno
von Troil með sér ásamt nokkrum merkum vísindamönnum og lista-
mönnum, segir æfiatriði Troils, lýsir ástandinu, sem þá var hér á
landi, rekur ferðasöguna eftir dagbókum þeim, sem til eru frá
ferðinni, bendir á heimildir Troils og ber ,,Bréf“ hans saman við
það, sem áður hafði verið ritað um Island. Er þessi inngangur, 39
bls., bæði fróðlegur og skemmtilegur. G. F.