Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 224
218
Ritfi'egnir.
[ Skírnir
Lilja. Kristsdrápa konungs tírœ?S eftir bróíSur Eystein Ás-
grímsson kanóka af reglu heilags Augustini í Helgisetri. Guðbrand-
ur Jónsson bjó undir prentun. Reykjavík 1933.
Útgáfa þessi er ætluð alþýðu manna og er með nútíðarstaf-
setningu. Um aðferð sína segir útgefandinn: „Eg get ekki sagt, að
eg hafi lagt neina sérstaka útgáfu til grundvallar, heldur hefi eg
haft þær undir allar, svo og orðamuninn við útgáfu Finns Jóns-
sonar í „Skjaldedigtningen“, og hefi eg tekið það úr hverri, sem
mér þótti skynsamlegast og samrýmzt getur málfari og hætti þeirr-
ar tíðar. Bersýnilegum villum hefir og, á örfáum stöðum, verið
vikið til þess vegar, er skynsamlegra þótti, enda þótt engar sér-
stakar heimildir væru fyrir breytingunni aðrar“. Slik aðferð getur
allt af orkað tvimælis og mér finnst útg. hafi sumstaðar tekið þann
lesháttinn, er siður skyldi, t. d. í 98. v., 2. vo.: „velr svo mörg i
kvæði að fela“ fyrir „velr svo mörg í kvæði að selja“, eins og
rímið heimtar. Þá er og ástæðulaust að víkja frá hndr. í 7. v.:
„eigi lét sérr alveg nægja engilmakt, þá er hafði fengið“, fyrir:
„eigi lét sér allvel nægja engill mekt, þá er hafði fengið“, eða í
20. v. 6. vo.: „Eitt er mest það þar að lesti“, fyrir: „Eitt er mest,
er þó er á lesti“. Á stöku stað virðist mér og lestrarmerkjasetn-
ing trufla réttan skilning, svo sem i 4. v., 3. vo., 92. v., 7.-8. vo.,
og í 94. v., 4.—7. vo. En ef til vill eru þetta prentvillur, sem geta
komið fyrir á beztu heimilum.
Útgefandinn hefir ritað mjög athyglisverðan eftirmála:
„Bróðir Eysteinn Ásgrimsson og Lilja“. Bendir hann á það með
réttu, hve ósennilegt sumt er í æfisögu Eysteins Ásgrímssonar, svo
sem hún hefir verið sögð hingað til, enda sé engin sönnun til fyrir
því, að hann sé sá bróðir Eysteinn, er annálar segja, að barið hafi
ábóta sinn í Þykkvabæjarklaustri. Um Eystein Ásgrímsson vitum vér
af skjölum, sem til eru frá hans hendi, að hann var kanóki af
„reglu heilags Augustini af Helgisetri“, en samkvæmt kirkjulög-
um var hver munkur bundinn við sitt klaustur og varð ekki flutt-
ur í annað klaustur, nema leyfi páfa kæmi til. Mig brestur þekk-
ingu til að dæma um, hvort þessi regla hefir verið haldin svo vel,
að hún geti verið fullt sönnunargagn í þessu máli. En hitt sýnir
útg. vel, að þau fáu atriði, sem vér vitum með vissu um Eystein
Ásgrimsson, falla í ljúfa löð, ef bróðir Eysteinn í Veri, sem ann-
álarnir tala um, hefir verið annar maður. Munnmælasögurnar um
það, hvernig „Lilja“ varð til, eru að líkindum ekki traustari en
þjóðsögurnar um tilefni Passíusálmanna.
Lilja hefir hingað til verið talin til Maríukvæða, en útg. sýn-
ir fram á, að hún er í rauninni Krists drápa. Þó er rétt að hafa í
huga orðin, sem skáldið mælir til Krists i 96. v. og útg. vísar líka til: