Skírnir - 01.01.1934, Side 225
Skírnirl
Ritfregnir.
219
Þér býð eg og þinni móður
þetta verk, er í einn stað settag.
Þau sýna, að skáldið yrkir raunar drápuna til Krists og móður
hans i senn. Og liklegast þykir mér, að nafnið Lilja sé runnið af
hugsun skáldsins um himnadrottninguna.
Ekki er það rétt, sem útg. segir, að enginn hafi áður þýtt
rétt fyrri helminginn á 99. v.:
Sannri ást og sætu brjósti,
sinni rétt fyrir hjálp og minni
segi Maríu hverr, er heyrir,
hennar vess, á diktan þessa.
I kirkjusögu Finns biskups, II, bls. 447, er hún þýdd svona:
Ex vero amore, et sincero pectore
pro mea suaque propria salute, rite
dicat Mariæ, quivis auditor
hujus poematis, ejus versum (Ave Maria).
Og Finnur Jónsson þýðir það svona í „Skjaldedigtn.": „Med sand
kærlighed og södt bryst báde for sin og min frelse fremsige en-
hver, der hörer pá dette digt, Marias vers for hende“.
Utgáfan er að ytra frágangi, pappír og prentun, Ijómandi
fögur, og er vonandi, að hún verði til þess að auka þekkingu al-
ftiennings á þessu ódauðlega kvæði. G. F.
Þorsteinn Gíslason: Önnur ljóSmæli. Þýdd kvæði. ------- Tæki-
færiskvæði. Rvik 1933.
Þorsteinn Gíslason er það skáldið, sem oftast er leitað til, þeg-
ai' yrkja þarf við hátíðleg tækifæri. Honum fer það allt af vel úr
hendi, því að hann er skáld gott og „kann vel að vera með tignum
fiwmnum", lífs og liðnum. Frumsömdu kvæðin í þessari bók eru öll
tækifæriskvæði og mörg þeirra svo góð, að manni verður að óska,
að sem flest tækifæri knýi á hurðir skáldsins, úr því að hann yrkir
helzt ekki að öðrum kosti. Fyrri helmingur bókarinnar er þýðingar
á afbragðskvæðum eftir Ibsen, Shelley, Fröding, J. V. Jensen o. fl.
Þorsteinn er snjall þýðandi. G. F.
Jakob Thorarensen: Heiðvindar. Kvæði. Reykjavík 1933.
Jakob Thorarensen hefir gefið þremur síðustu kvæðabókum
sínum veðraheiti: „Kyljur“ — „Stillur“ — „Heiðvindar“, og þessi
heiti gefa furðuvel í skyn muninn á blænum yfir bókunum, hinu
andlega veðurlagi, sem birtist í hverri þeirra. Og þó er skáldið
allt af samur við sig, auðþekktur frá öllum öðrum. Hann þyrfti
ekki að setja nafn sitt við kvæði sín. Þau sverja sig i ættina. „Heið-