Skírnir - 01.01.1934, Page 227
Skírnir]
Ritfregnir.
221
1 dúfulíki.
Eg skil varla i hve eg ann þér,
þú elskaða snjóuga land!
Þar Ishafsins beljandi bóra
brýtur upp fótækan sand.
Og karlmennin kelur í byljum
og kindinni blæðir um vör
og mófarnir detta dauðir
úr dranganum, ofan ó skör.
Og margoft er hríð og harmur
og hungur um þina fönn,
er sílaðir folar svelta
á svelli með brotna tönn.
Þó ann eg þér, hve eg ann þér!
þú ómuna fagra land,
hvítt eins og himins dúfa
með holskefluvængi við sand.
Ertu að birta mér boðskap
í bylnum, sem lemur á mér;
er eg þinn elskaði sonur,
á eg að helga mig þér? G. F.
Laxdæla saga, Halldórs þættir Snorrasonar, Stúfs þáttur.
Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag. Reykjavík
Mcmxxxiv.
Loks eru sögubindi fornritafélagsins orðin tvö saman, í búð-
arglugga og bókaskáp. Menn taka eftir þeim. Þau eiga sér svip.
Það er nærri hátíðlegt að opna þau og lesa.
Laxdælu sjálfri þarf ekki að lýsa, heldur fingraförum út-
Sefandans. Hann hefir valið milli leshátta, þar sem handrit greinir
a> skrifað skýringar neðanmáls á hverri síðu, samið 92 bls. for-
wiala og ráðið fram úr mörgum hlutum. Það er óhætt að segja, að
1 heildinni sé allt þetta gert af samvizkusemi, skarpskyggni og ör-
uggri þekkingu, eins og rétt er að heimta af manni, sem búinn
er að vinna sér doktorsnafn með bók um Njálu.
Formálinn er bundnari en formáli Eglu 1933 við það, sem í
bindinu sjálfu er, enda dálítið styttri og fylltur enn þá rækilegar
aí einstökum staðreyndum. Þar sýnist vera af nógu að taka.
Sjaldan er seilzt til smámunanna og hvergi dvalið við einn hlut
SVo lengi, að það þurfi að þreyta ólærða menn. Á hinn bóginn