Skírnir - 01.01.1934, Page 228
222
Ritfregnir.
[ Skírnir
kemur fyrir flaustur, að mér finnst. Einar skilst a. m. k. ekki föð-
urlega við tilgátur sínar eða sumar persónulegar skoðanir. Hann
getur kastað steininum „vafasamur möguleiki“ á eftir þeim. Hví
þá að láta slíkt fæðast? — Einar er milli tveggja elda, vísindanna
og alþýðufræðslu. Það er fáum leikur.
Efnisskipun er glögg í aðaldráttum. Formálinn er í 10 grein-
um: 1. Einkenni Laxdælu. 2. Heimkynni, aldur, höfundur. 3. Heim-
ildir. 4. Tímatal. 5. Laxdæla og keltneskar heimildir. 6. Bolla þátt-
ur. 7. Handrit sögunnar. 8. Halldórs þáttur I. 9. Halldórs þáttur II.
10. Stúfs þáttur. Hér er ekki rúm til að ræða margt. í fjórum
síðustu greinunum er fátt, sem mjög verður deilt um. Fimmta grein
er merkileg tilraun. En Einar barmar sér yfir árangrinum. Mér
finnst hann vonum meiri, þegar alls er gætt um þá þröngu mögu-
leika, sem voru til þess, að fjallað væri um sömu menn í íslenzk-
um og vestrænum ritum. Fjórða grein er snjöll. Vonandi þarf eng-
um að sárna, þó að sagan sé þar rengd og vakinn grunur um, að
höfundur hennar hafi óvenju-víða breytt og skreytt eftir geðþótta.
Slikt hefir heyrzt fyrr. Dómur útgefanda um það mál er settur
fram að mestu í seinni hluta þriðju greinar. I lok hennar er aftur
litið yfir áhrif hetjukvæða á sagnir sögunnar fyrir ritunartíma. Af
því, sem sagt er um ritunartímann í 2. grein, er merlcast um upp-
haf riddararómantíkur á íslandi. Og í 1. grein er þetta leiðandi
hugsun: „Laxdæla saga er fyrsti ávöxtur af ást Forn-Islendings-
ins á andstæðu sinni, rómantík miðaldanna“.
Enn vil eg drepa á tvennt, og þó af vanefnum, ályktanir út-
gefandans um efnisbreytingar söguritarans og skoðun hans á róm-
antík sögunnar gagnvart áhrifum hetjukvæða.
„Það er augljóst, að sjaldnast er hægt að benda á viðbætur
söguritarans með vissu“ (né breytingar), segir Einar og er þó
sannfærður um, að þær eru miklar. Það er eg líka og vil því víta
misfellur á sönnunaraðferð hans. Með þeirri tegund yfirlætisleys-
is, sem réttnefnd er skeytingarleysi, felur hann dóm sinn um þetta
mál þar, sem getið var, í 3. grein (bls. XLIII—XLIV), hnýtir hon-
um aftan í hugleiðingar um seið Kotkels og Þiðrandaþátt, byrjar
ekki einu sinni á nýrri línu: „Af því, sem nú hefir verið nefnt,
virðist mega draga ályktun um meðferð höfundarins á efninu yfir-
leitt“ o. s. frv. í fljótu bragði sýnast orðin ekki benda nema til at-
riða, sem líkjast Þiðrandaþætti. Manni lízt ekki á það, les línuskil
í málið og hugsar sér, að orðin vísi til alls, sem á undan er komið.
Það verða samt ekki nógu ákveðnar forsendur. Loks kemur lof-
orð um, að þær komi seinna, í 4. grein. Þær koma. En þær eru
hvergi dregnar saman í eitt né vísað til fyrri ályktana. Auðvitað
voru góð ráð dýr til að bæta fyllilega úr þessu. En mér finnst
nokkuð tilvinnandi; sé ekki betur en rétt hefði verið að setja ríma-