Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 229
Skírnir]
Ritfregnir.
223
talsgreinina á undan 3. grein (taka annála og „Viðb. Eyrb.“ sem
tryggar heimildir, umyrðalaust í bráð). Og framar öllu þurfti að
setja hinn umrædda dóm í greinarlok eða gefa honum með öðru
móti tilætlaðan þunga. — Auk þessa hefði eg kosið víðtækt, gagn-
ort yfirlit á einum stað yfir allt, sem rekst á og hlýtur að fara
milli mála í Laxdælu, eða að öðrum kosti í samanburðarheimild-
unum, hvort sem hægt er að kenna það söguhöfundi eða eldri
skekkjum. Það einkennir Laxdælu ekki síður en margt annað.
I fyrstu grein hefir Einar þátt, sem vantar í formála Egils
sögu 1933. Það er vandi að skrifa um einkenni sögu svo, að öllum
liki, þótt ekki væri af öðru en að þau verka misjafnt á hugsana-
líf manna. Við Einari blasir rómantíkin í þrengstu merkingu orðs-
>ns, þ. e. listar- og lífsskoðun riddaraaldanna í Evrópu. Og hann
leggur ekki áherzlu á annað en að sýna söguhöfundinn og hugðir
kans. Það er að mörgu leyti happadrjúg aðferð, einkum þar sem
rúmið er skammtað. Það er aðeins eitt höfuðatriði, sem verður
útundan og eg sakna í 1. grein. Eg hélt, að það væri viðurkennt, að
Laxdæla hefir fengið meira í arf frá hetjukvæðum Eddu en nokk-
ur önnur íslendingasaga, ekki aðeins einstök atriði, sem færzt hafa
milli sagna, heldur mest af sálrænum skilningi sínum á árekstrum
söguhetjanna. Hvers vegna sneiðir Einar sem lengst hjá þessu ein-
kenni? — Svarið finnst síðast í 3. grein: „Sagnirnar sæta áhrif-
um þessum jafnt og þétt, og haldast þau fram að ritunartíma, svo
sem smóatriðin sýna. Höfundur sögunnar er að vísu fullur af róm-
antík, en þó nógu marglyndur til að fá ekki staðizt áhrif hetju-
kvæðanna metS öllu.1) Ef til vill hefir hann kynnzt þeim í æsku,
eins og svo mörgum öðrum merkum innlendum fræðum, sem greina
má í sögunni“. — Manni skilst hér, og raunar víðar, að rómantík
höfundarins hefði máð út öll hetjukvæðaáhrif, ef hann hefði ekki
Verið dálítið marglyndur.
Rétt er það, að kjarninn í lífsskoðun hetjukvæða er andstæð-
ur rómantík miðalda, en höfundur Laxdælu hefir ekki fundið Ijóst
til þess. Hann þykist geta samrýmt meira en rökvísum manni nú
finnst samrýmanlegt. Hann vefur hvort tveggja í mynd Kjartans
og tekst vel. Skyldi hann ekki hafa vitað, hvað hann var að gera,
þegar hann lagði orð og heiftir Brynhildar í munn Guðrúnu, eða
hefir hann lært allt hlutverk hennar utan að af eldri mönnum og
skilað því án þess að skilja það, lifa það? — Var hann ekki hrifn-
ari af Eddukvæðunum en „svo mörgum öðrum merkum innlendum
fræðum“ (ættartölum og tímatalsskrám, þjóðtrúarsögum og munn-
fuælum) ? — Um þetta má deila. Guðrún er eina konan, sem er
aðalhetja í íslendingasögu. Vegna hennar fyrst og fremst er höf-
1) Leturbr. hér.