Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 230
224
Ritfregnir.
[ Skírnir
undurinn að skrifa. Henni gefur hann dýrstar gersemar, og þær
eru ekki frá riddararómantík, heldur komnar úr Eddu, hver sem
sótt hefir.
Margt er hliðstætt og andlega skylt í hetjukvæðum og í
rómantík miðalda. Eg get hugsað mér, þvert á móti E. Ó. S., að
það hafi jöfnum höndum verið edduborinn glæsileikssmekkur höf-
undar og kristindómur hans, sem buðu rómantíkinni heim og höfðu
hana fyrir krydd. I rauninni er ekki hægt að una við þessa þröngu
takmörkun á orðinu rómantík, enda kemur fræðimönnum ekki
saman um hana. Ólærðir segja: Hvað er rómantík, ef hún sést ekki
hjá valkyrjum Eddukvæða og Guðrúnu Ósvífursdóttur? Hvað er
erlent við Guðrúnu og rómantík hennar? — Ekkert. — Hvort vegur
þyngra i Laxdælu, ást og hefndir Guðrúnar eða riddaraskapur
Bolla sonar hennar? Hvort er þar máttugra, erlend eða innlend
rómantik? Björn Sigfússon.
La saga de Grettir. Traduit de l’islandais avec une intro-
duction et des notes par Fernand Mossé. Paris. Éditions Montaigne,
Fernand Aubier, 1933. LXXV -j- 263 bls.
íslendinga sögurnar halda sífellt áfram að nema ný lönd,
komast til fleiri og fleiri lesanda. Flestar sögurnar hafa verið
þýddar á öll germönsku málin og allmargar þeirra á frakkneska
tungu. Á síðast liðnu ári bættist Grettis saga í þann hópinn, en
áður hefir hún verið þýdd á dönsku, norsku, sænsku, þýzku og
ensku, og á sumum þessum málum eru til margar þýðingar af
henni. Sami maður, hr. Fernand Mossé, hefir áður þýtt Laxdæla
sögu á frakknesku (París 1914). Hann er ágætur íslenzkumaður
og auðsjáanlega vel að sér í íslenzkum fornbókmenntum. Ber öll
þýðingin það með sér, en ekki sízt hinn langi og merkilegi for-
máli fyrir þýðingunni, sem eg tel hiklaust það bezta, sem skrifað
hefir verið um söguna í heild. Hefir þýðandi rannsakað söguna
allvandlega, og bera niðurstöður hans vott glöggskyggni og rökvísi.
I byrjun formálans lýsir höf. sagnaritun Islendinga, hvernig
sögurnar varðveittust í munnlegri frásögn, unz þær voru skráðar
á bók. Hann bendir á hina mismunandi starfsemi þeirra, er sögurn-
ar færðu í letur, eftir því, hvort þeir hafa lagað efnið mikið eða
lítið í hendi sér. Sumir hafa skráð sögurnar því sem næst óbréytt-
ar, aðrir fært þær í stýlinn og jafnvel umsamið þær. Gefur hann
þarna gott yfirlit um tilorðningu sagnanna, en að því búnu snýr
hann sér að Grettis sögu sjálfri og verður það þá fyrst fyrir að
bera hana saman við aðrar heimildir. Tekur hann fyrst Önundar-
þátt og ber hann saman við Landnámu. Kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að þátturinn sé að mestu saminn upp úr hinni fáorðu frá-
sögn Landnámu um Önund tréfót, og bendir á, að höfundur hans