Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 231
Skírnir]
Ritfregnir.
225
hafi notað Landnámabók Sturlu Þórðarsonar. Styður hann þetta
með samanburði og ýmsum dæmum, og mætti þó sitt hvað fleira
til tína, sem sýnir, að þessi niðurstaða er rétt. Hann bendir á, að
höfundur Grettis sögu hafi samið Önundarþátt meðal annars i
þeim tilgangi, að fá samfellda frásögu um forfeður Grettis allt frá
landnámstíð í líkingu við Egils sögu, sem höfundur Grettis sögu
hefir orðið fyrir áhrifum af einnig að öðru leyti. Eftir þennan sam-
anburð víkur höf. að öðrum heimildum, sem höf. Grettis sögu hefir
þekkt og notað. Sagan sjálf nefnir sögu Böðmóðs og Grímólfs og
Gerpis, sem er glötuð, Laxdæla sögu, Bandamanna sögu og Bjarnar
sögu Hítdælakappa, en auk þeirra er auðsætt, að höfundur hefir
þekkt (og notað) Heiðarvíga sögu, Fóstbræðra sögu, Egils sögu
°tf Haralds sögu harðráða (í Morkinskinnu). Fæ eg ekki betur séð
en að hér sé alstaðar vel á efninu haldið, og engar fullyrðingar
settar fram, sem hafa ekki við góð rök að styðjast.
Þá víkur höf. að hinu þjóðsögulega efni Grettis sögu. í því
sambandi ræðir hann stuttlega um kenningu R. C. Boers um sam-
setning sögunnar, og telur, að „engin heimild sé til að tala um
tvo viðaukahöfunda“, enda sé sú kenning byggð á hugmyndum um
sögurnar, sem síðari rannsóknir hafi hafnað. Síðan tekur höf. eink-
um tvö atriði til rannsóknar, en það er samanburður sögunnar
annars vegar við Bjólfskviðu og hins vegar við Tristans sögu. Er
°f langt mál að rekja það hér, en niðurstaða hans um fyrra at-
i’iðið er sú, að ekki sé um nein bein tengsl að ræða milli Grettis
sögu og Bjólfskviðu, heldur byggist frásagnir beggja, þar sem
Þeim svipar saman, á sameiginlegri þjóðsagnaheimild, sem er út-
breidd meðal margra þjóða (æfintýrinu um bjarnarsoninn, smbr.
h'r. Panzer: Studien zur germanischen Sagengeschichte I). Um
Tristans sögu telur höf. sennilegast, að Grettis saga hafi stuðzt
yið heimild, sem er eldri en Beroulkvæðið, en það er skrifað í
Normandí um 1165. Hitt ætlar hann ólíklegra, að Grettis saga hafi
stuðzt við hina norsku þýðingu Róberts munks, er hann gerði fyrir
Hákon konung 1226.
í síðasta kaflanum fjallar höf. um skóggang og skógarmenn
a Islandi til forna, rekur stuttlega efni Harðar sögu og Gísla sögu
til samanburðar við Grettis sögu. Þá kemur allýtarleg skrá yfir
útgáfur og þýðingar af sögunni og ritgerðir um hana. Er skrá sú
til mikils gagns þeim, sem meira vilja lesa um söguna eða einstök
atriði hennar. Einnig fylgir tímatalstafla um helztu viðburði sög-
unnar, en aftan við eru nokkurar ættaskrár. Þýðingin er á léttu
°S einföldu frönsku nútíðarmáli. Neðanmáls eru víða stuttar en
glöggar skýringar á textanum, einkum á ýmsum menningarsögu-
legum atriðum. Um rímið á vísunum hirðir þýðandi ekki, heldur ein-
ungis að túlka efni þeirra. Þýðingin er gerð eftir útgáfu Boers.
GuSni Jónsson.
15