Skírnir - 01.01.1934, Side 232
226
Ritfregnir.
[Skírnir
Sögur frá ýmsum löndum. II. bindi. Seytján sögur. Rvík.
Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar. 1933.
Fyrsta bindi þessa sögusafns var vel tekið. Sýnir það, að þörf
var á slíku úrvali stuttra skáldsagna eftir merka erlenda höfunda,
og er vonandi, að safnið eigi fyrir sér langan aldur. Þetta bindi
stendur ekki að baki hinu fyrra. Það flytur sögur eftir höfunda af
8 þjóðum og þýðendur eru 8, svo að fjölbi-eytni er rnikil.
G. F.
Halldór Hermannsson: Old Icelandic Literature. A biblio-
graphie essay (Islandica, Vol. XXIII). Ithaca, 1933.
Höfundur kallar sjálfur þetta síðasta bindi af Islandica „bók-
fræðilega ritgerð" og getur þess í upphafi, að það sé eins konar
framhald 19. bindis, Icelandic Manuscripts. I því bindi var gerð
grein fyrir hinum fornu handritum Islendinga og örlögum þeirra á
síðari öldum. En hér er rakin í meginatriðum saga þess, hvernig
fornritin hafa verið gefin út í ýmsum löndum og þýdd á ýmsar
tungur. Engum manni er það efni kunnugra út í æsar en Halldóri
Hermannssyni, enda er yfirlit þetta, þótt stutt sé, stórfróðlegt, jafn-
vel fyrir þá, sem þessu efni eru alkunnugir áður.
En ritgerð þessi er annað og meira en tóm bókfræði. Þar er
ekki einungis talið fram, hvað gert hefir verið, heldur gerir höfund-
urinn líka ýmsar athugasemdir um ágallana á þessari starfsemi,
hvernig henni hefði mátt betur haga og hvað enn sé ógert. Hann
bendir á skipulagsleysið, einkum á útgáfustarfseminni í Danmörku
á síðari tímum. Lítil samvinna hefir verið með þeim félögum og
stofnunum, sem við hana hafa fengizt, og engin veruleg verka-
skipting. Ritin hafa verið gefin út einstök og af handahófi, í stað
þess að flokka þau og ganga á röðina eftir fyrir fram gerðri áætlun,
sem miðaði langt fram í tímann. Hann vítir það ennfremur, að
flestar útgáfur sé sniðnar eftir þörfum málfræðinga, og hafi ekki
einu sinni komið þeim að fullum notum, en bókmenntalega sjónar-
miðið hafi verið vanrækt. Og loks hafi allt of lítið verið gert að
því, að gera þessar merkilegu heimildir um forna menningu og rit-
list íslendinga, sem eru einn af hornsteinunum undir sögu allra
germanskra þjóða, kunnar út um heiminn. Það er til of mikils ætl-
azt af fræðimönnum stórþjóðanna, að þeir fari að nema nútíma-
tungur Norðurlandanna til þess að geta fært sér fornritin í nyt.
Formálar, skýringar og helztu rit um þetta efni þurfa að vera á
höfuðmáli, sem allir menntaðir menn skilja, jafnt á Norðurlöndum
sem utan þeirra, og þá helzt á ensku. Auk þess hafa ritin verið
lítið auglýst og sölufyrirkomulagið úrelt, svo að þau hafa farið
miklu óvíðar en þau áttu skilið.
Að lokum ber Halldór Hermannsson fram tillögu um, að