Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 233
'Skírnir]
Ritfregnir.
227
sett verði á stofn eins konar miðstöð fyrir útgáfu og rannsóknir
islenzkra fornrita, er bæti úr þessu skipulagsleysi framvegis. Þessi
stofnun leggur hann til að verði í Kaupmannahöfn, þar sem mestur
er kostur handrita og bóka, og verði safn Árna Magnússonar að
sjálfsögðu miðdepillinn, en aukið eftir föngum. En stjórn þessarar
stofnunar verði skipuð Dönum og Islendingum jöfnum höndum. Til-
lögur þessar hafa þegar vakið mikla athygli erlendis, og verði þær
framkvæmdar, sem von er um, myndi það vafalaust marka nýtt og
merkilegt spor í sögu íslenzkra fræða. Það er yfir þessari ritgerð,
■adeilum hennar og umbótatillögum, hressandi andblær hins nýja
fíma, og þær eru gerðar bæði af víðsýni og hagsýni.
Sigurður Nordal.
Gunnar Gunnarsson: Jord. Roman fra Islands Bebyggelse 01?
fngólfur Arnarson og hans Æt. Kbh. 1933.
Gunnar Gunnarsson: Vikivaki. Jake Sonarsons Efterladte Pa-
Þirer. Kbh. 1932.
Gunnar Gunnarsson: De blindes Hus. Kbh. 1933.
Jörð eftir Gunnar Gunnarsson er um það, hvernig sú kynslóð,
sem hingað fluttist frá Noregi, festir hér rætur, skapar sér lög og
samfélag. Hún er ekki eins æfintýraleg og „Fóstbræður", sem hún
er framhald af, — það leiðir af efninu, — en í skilningi á sálarlífi
manna leggst hún dýpra. Jafnvel þó að hér sé ekki um að ræða
Jafn-stórfenglegar og fjölþættar persónur sem Hjörleif Hróðmars-
son, grípur söguefnið mann ef til vill fastari tökum í þessari bók.
Landnámskynslóðin rís upp fyrir hugskotssjónum vorum, lifir og
krærist, í starfi og striti, skemmtun og glaðværð, á virkum dögum
helgum, með öll sín fjölháttuðu viðhorf til lífsins og umhverfis-
ms. Einmitt kynslóðin, — því að hér gnæfa ekki sérstakar persón-
Ur jafn-hátt yfir annað fólk né draga jafn-sterkt að sér athygli les-
andans sem í „Fóstbræðrum". Hér heyrist niður aldanna, þytur
ókominna, ófæddra kynslóða, sem eiga eftir að byggja þetta land út
’ fjarlæga framtíð.
Vikivaki er römm draugasaga í nýtízku-umhverfi. Þar skipta
útvarpshljómlist ásamt flugvélum og öðrum nýtízku-tækjum annars-
^egar og talandi höfuð Grettis hinsvegar athyglinni á milli sín.
Höf. lætur það alveg ósagt, hvort Jaki Sónarson sé vitlaus eða ekki,
°g snilld hans í meðferð efnisins er söm og vanalega, en gallinn á
sögunni er sá, að lesandinn trúir henni ekki, — ekki einu sinni á
meðan að hann er að lesa hana. Hún er of ótrúleg, — efnið of mikil
fjarstæða. — En Jaki Sónarson er gott táknrænt nafn, er getur
merkt kulda þann, sem kemur af því, að vera áhorfandi að lífinu,
«ins og skáldin eru oftast.
Hús blindu mannanna er frásögn um dag einn af æfi tveggja
15*