Skírnir - 01.01.1934, Síða 234
228
Ritfregnir.
[ Skírnir
blindra manna og f jölskyldna þeirra. Hæfileiki höf. til að lifa sig inn
í hugsunarhátt og tilfinningar annarra manna kemur hér greinilega
í ljós. Vér kynnumst tveim blindum mönnum, sem taka örlögum sín-
um á ólíkan hátt, samkvæmt ólíku eðli sínu og misjafnri lífsreynslu.
Og mynd Lúdóvíku, hinnar góðu dóttur, stigur skær og hrein fram
úr rökkrinu, eins og tungl milli skýja. — Þessi bók er, þótt lítil sé,
með beztu bókum höf.
En hvenær fáum við öll rit G. Gunnarssonar á íslenzku?
Jakob Jóh. Smári.
Guðmundur Kamban: 30. Generation. 1933.
Guðmundur Kamban. Skálholt III. Hans herradómur. Reykja-
vík 1934..
Þrítugasta kynslóðin, talið frá landnámi Islands, er saga um
nútiðar þjóðlíf vort, eins og það birtist í Reykjavík, og endar sag-
an á komu Balbós til Islands, — tákni þess, að hin aldalanga ein-
angrun Islendinga sé hjá liðin og að nútíminn streymi inn yfir
landið. — Sagan er fjörlega rituð, lýsingarnar á lífinu skemmti-
legar og áreiðanlega nokkuð nærri lagi. Höf. leggst að vísu ekki
sérlega djúpt, — maður sér frekar hið glitrandi yfirborð, en hina
duldu krafta að baki, — en þó er nokkuð lýst átökum tveggja
stefna, þeirrar, að „Island sé fyrir Islendinga", eins og það er
oft orðað, og hinnar, að opna landið upp á gátt fyrir útlending-
um, í von um að auðugra menningarlif skapist með fjölmenninu.
Eins og mönnum mun vera kunnugt, er höf. fylgismaður síðar-
nefndrar stefnu, og sést það greinilega í þessarri sögu. Um þetta
mál munu vera all-skiptar skoðanir, og er hér ekki staður til að
ræða það, með eða móti. — Gaman hafði eg af því, sem höf. segir
um þegnskylduvinnuna; það sýnir, að erfitt er að drepa góðar hug-
myndir, þó að hægt sé að fæla almenningsálitið frá þeim um
lengri eða skemmri tima.
Hans herradómur er framhald frásögunnar um Brynjólf bisk-
up Sveinsson og samtíðarmenn hans hér á landi. Ýmislegt má
setja út á rithátt og framsetningu höf., en það leynir sér ekki, að
hér er skáld að verki. Sem dæmi um snilldarlegan sálarlífsskiln-
ing má nefna 8. kapítulann, sem er um það, þegar Hallgrímur
Pétursson verður þess fyrst var, að hann er holdsveikur. Sú lýs-
ing er einstæð í íslenzkum bókmenntum.
Hér verður ekki farið nánara út í einstök atriði, — það
verður að bíða, unz sagan liggur öll fyrir á íslenzku. Ert þrátt fyrir
ýmsa smá-galla, má óhætt telja þessa sögu merkilegt ritverk.
Jakob Jóh. Smári.