Skírnir - 01.01.1934, Síða 235
Skírnir]
Ritfregnir.
229
Þorsteinn Erlingsson: Sagnir Jakobs gamla. Rvík 1933.
Hulda: Þú hlustar, Vör. Ak. 1933.
Sögur handa börnum og unglingum. Friðl'ik Hallgrímsson bjó
undir prentun. III. Rvík 1933.
Sagnir Jakobs gamla eru skrásettar af Þorsteini skáldi Er-
lingssyni eftir merkum karli af Vestfjörðum, Jakobi Aþanasíussyni
(t 1915). Hefir Jakob þessi verið merkilegur maður, fjölfróður
og dulrænn, en sögurnar eru ýmist um hann sjálfan eða aðra og
fjalla mjög um dulræn efni. Eru margar þeirra skemmtilegar, en
handbragð Þorst. Erlingssonar á frásögninni. Skáldið Guðm. G.
Hagalín hefir ritað formála fyrir kverinu, með ýmsum fróðleik
um Jakob gamla, en mynd af Jakobi er framan við bókina.
Þú hlustar, Vör er ljóðaflokkur eftir Huldu, gefinn út sem
handrit í 200 tölusettum eintökum. Koma þar fram allir beztu eig-
inleikar skáldkonunnar: innileg tilfinning, látleysi, hófsemi og yfir-
leitt það, sem kallað er í daglegu tali „fínn smekkur", bæði um
hugsanir, orðalag og braglist. En þung undiralda lífsreynslunnar
og skáldlegs innsæis varðveitir kvæðin frá því, að verða léttvæg.
Skáldkonan Hulda er imynd og fulltrúi tigins kveneðlis á
skáldaþingi íslendinga. —
Sögur sr. Fr. H. eru hentugar handa börnum. Er t. d. gam-
an að sjá þarna söguna um Þór og Utgarða-Loka endursagða fyrir
börn. Hefði gjarnan mátt fara svo með fleiri goðasögur.
Jakob Jóh. Smári.
Nokkrar bækur, sem Bókadeild Menningarsjóðs gaf út 1933:
Hákarlalegur og hákarlamenn eftir Theódór Friðriksson, 135
Ws. i átta blaða broti.
Þetta er yfirleitt allra bezta bók, svo langt sem hún nær;
höf. lýsir þar hákarlaveiðum, eins og þær voru stundaðar norðan-
lands, einkum frá Eyjafirði, en inn í frásögnina er fléttaður ýmis-
legur fróðleikur um nafnkennda hákarlaformenn og aðra einkenni-
lega menn, sem þessar veiðar stunduðu.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hákarlaveiðar voru
okki heiglum hentar. Þær voru lengstum stundaðar á opnum skip-
um og um vetrartímann, og má því nærri geta, að oft hafi vistin
verið í kaldara lagi, er langt var sótt og lengi legið, en skjóllaust að
kalla í skipunum. Allur aðbúnaður batnaði að vísu stórum, þegar
tilskipin komu, þótt lítil væri, því að þar var þó afdrep undir þilj-
uni, kveikja mátti upp eld, hlýja sér og hita eitthvað ofan í sig. En
samt voru þessar vetrarferðir næsta hættulegar, einkum nyrðra,
sakir hafíss og hríðarveðra.
Eins og þegar er getið, tekur ofangreind bók aðeins til Norð-
urlands, og er því ennþá óritað um hákarlaveiðar sunnan- og vestan-