Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 236
230
Ritfregnir.
[ Skírnir
lands. Væri vel, ef Menningarsjóður gengist fyrir því, að sagt væri
nokkuð frá veiðunum í þessum landsfjórðungum, svo að sæmilegt
heildaryfirlit fengist um þessa atvinnugrein. En bráðan bug þarf
að vinda að þessu, því að nú eru fáir menn á lífi og flestir allgamlir
þeirra, sem hana hafa stundað og frá kunna að segja, en eg get, að
ýmislegt hafi verið ólíkt nyrðra og syðra, og skal nefna nokkur
dæmi, og þó fá: Á þilskipunum norðlenzku fæddu menn sig sjálfir
að mestu, og fengu vissan hlut lifrar og þess hákarls, sem hirtur
var. Á sunnlenzku skipunum lagði skipseigandi til fæðið, galt hverj-
um manni mánaðarkaup og nokkur verðlaun af hverri lifrartunnu,
en átti svo allan aflann sjálfur. Hákarl var sjaldan hirtur syðra.
Nyrðra voru allir menn á þiljum uppi og unnu, þegar nógur var há-
karl, enda voru hafðir fjórir eða fimm vaðir í sjó, en syðra var ein-
ungis önnur vaktin uppi í senn, og sjaldan fleiri en tveir vaðir í sjó.
Verkfæri það, sem hákarlar voru drepnir með, var kallaður „drep-
ur“ fyrir norðan, en „lensa“ syðra, og heyrði eg það aldrei nefnt
öðru nafni. Þá var og járnkrókurinn, sem hafður var til að „bera“ í
hákarlinn, svo að hægt væri að draga hann upp og vinna, jafnan kall-
aður „ífæra“ á Suðurlandi, en Theódór kallar hann „krók“, og kveð-
ur hann hafa verið fastan við taliuna. Þetta var ekki svo á sunn-
lenzku skipunum, heldur var ífæran laus, og henni krækt á talíu-
krókinn þegar búið var að bera hana í hákarlinn. Og svona mun hafa-
verið um sitt hvað fleira, þótt ekki verði þess getið hér. En menn ættu
sem flestir að lesa bók Theódórs, því að hún er vel þess verð.
Bellum gallicum eða Gallastríðið eftir Cajus Julius Cæsar.
Páll Sveinsson, yfirkennari, þýddi. Bókin er 572 bls. í átta blaða
broti, og eru framan við hana tvær myndir af höfundi, en aftan við
kort af Galliu, eins og hún var um hans daga.
Þessi mikla bók hefst á formála þýðanda, og gerir hann þar
grein fyrir því, hvers vegna hann hafi vikið frá venjulegri stafsetn-
ingu latneskra nafnorða og ritað þau „sem næst þeim framburði,
sem eðlilegastur er og algengastur mun vera vor á meðal“. En þótt eg
kunni hálf-illa við íslenzkan búning sumra latínsku orðanna, verð
eg þó að fallast á þær röksemdir, sem þýð. færir fyrir þessari ráða-
breytni sinni.
Á eftir formálanum kemur all-ítarlegt æfiágrip höf., og þar
á eftir ritið sjálft, Gallastríðin, með ártala- og nafnaskrá, og tek-
ur yfir meira en 500 bls., enda eru skýringarnar svo langar, að þær
hafa sennilega lengt bókina um þriðjung. En þó eru þær rétt mátu-
lega langar til þess, að hver sæmilega greindur maður geti lesið
bókina til fullra nytja, og var slikt nauðsynlegt, því að hún er ætl-
uð jafnt leikum sem lærðum.
Páll er hinn mesti latínumaður og slyngur á íslenzka tungu-
Þarf því ekki að efa, að hér sé rétt þýtt. En það er skemmst af að