Skírnir - 01.01.1934, Síða 237
Skírnir]
Ritfregnir.
231
segja, að þýðingin er létt og lipur, hvorki verður þar vart tyrfni né
orðagjálfurs, heldur er öllu sem bezt stillt i hóf.
Eg trúi ekki öðru, en að mörgum þyki gaman að lesa þessa
bók, bæði þeim, sem aldrei hafa átt þess kost áður, og eins hinum,
sem, lásu Bellum gallicum i skóla til þess að læra latínu. Talið er,
að Cæsar hafi ritað létt og lipurt mál, og mér finnst Páli hafi tek-
izt þýðingin svo vel, að Cæsar megi vera hið bezta ánægður. A
Páll þökk fyrir að hafa þýtt bókina og Bókadeild Menningarsjóðs
fyrir að hafa kostað útgáfuna.
Alþjóoamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson, 351 bls.
í átta blaða broti.
Fátt er nýtt i þessari bók. Mönnum eru fyrir löngu orðin ljós
í>au vandræði, sem af því leiðir, að ekki er ein tunga töluð um
allan heim, eða að minnsta kosti sama tungan notuð í viðskiptum
bjóða meðal. Úr þessu hafa margir viljað bæta, og reynt að búa
til mál, sem allir gætu notað. Einn þessara manna er dr. Zamen-
hof, höf. Esperanto, en ekki er hann sá fyrsti, því að þegar hann
kom fram á sjónarsviðið, voru víst ýms „planmál“ fyrir, og eitt
þeirra að minnsta kosti, Volapuk, var talsvert útbreitt. Dr. Zamen-
hof og þeim félögum var þvi sagt, að hér væri allt um seinan, því
að annað mál væri þegar komið fram og búið að ná fótfestu. En
Zamenhof lét ekki hugfa'llast. Hann sagði, sem satt var, að stuðn-
ingsmenn Volapiik væri sem örlítið brot í samanburði við allan
þann mannfjölda, sem hvorki kynni það né skyldi. Og Esperanto
sigraði, af því að það hafði færri galla en hin, sem fyrir voru, enda
hafði höf. þess bæði látið sér ýms víti þeirra að varnaði verða og
tekið úr þeim eitt og annað, sem lífvænlegt var. En allt um það
er Esperanto ekki gallalaust fremur en önnur mannanna verk, og
því er það, að aðrir hafa reynt að setja saman enn þá fullkomnara
mál, og meðal þeirra er prófessor Otto Jespersen. Hann er talinn
meðal allra lærðustu málfræðinga, sem nú eru uppi, hefir kynnt
sér rækilega alla „planmála“-hreyfinguna, og lært mörg tilbúnu
málin. Því er það og, að eg trúi honum stórum betur en Þórbergi
um allt það, sem að málum og málfræði lýtur. Þórbergur segir
raunar, að málfræðingum geti skjátlazt, og er vist enginn, sem
neitar því. En gaman þætti mér að sjá framan í þann mann, sem
tryði Þórbergi eins vel og þeim. Nú er prófessor Otto Jespersen
svo háttað, að hann ritar prúðmannlega og færir rök fyrir sínu
máli, en Þórbergi er of gjarnt að beita stóryrðum; kallar hann þá,
sem lærðum mönnum trúa, „mannaþræla“, og „vanþekkingarkjafta-
slúður“ það, sem mótstöðumenn hans segja, en stórþjóðirnar „villi-
dýr“ og þar fram eftir götunum. En með stóryrðum einum verð-
Ur ekkert sannað.
Mér skilst sem Þórbergur haldi þvi fram, að óhugsandi sé, að