Skírnir - 01.01.1934, Page 238
232
Ritfregnii'.
[Skírnir
hægt verði að bæta Esperanto til nokkurra muna. En hvernig veit
hann það? Flest mannanna verk munu vera meira og minna göll-
uð, og hví skyldi ekki Esperanto vera undir sömu sökina selt?
Esperanto er það „planmálið", sem flestir aðhyllast nú. En
hver getur sagt, hvernig þessu verður háttað eftir nokkur ár?
Þótt Þórbergur hafi ekki getað sagt, hve margir aðhyllast
Esperanto, er einsætt, að þeir eru nauða fáir, þótt ekki sé miðað
við aðra en þá, sem i Evrópu búa.
Prófessor Jespersen bjó til nýtt „planmál“, Novial, 1928, sem
mér fyrir mitt leyti lýzt betur á en Esperanto. Hver veit, nema
þetta mál eigi eftir að sigrast á Esperanto?
Bók Þórbergs er mikils til of löng, og því verður ekki með
sanngirni neitað, að hún er útbreiðslurit fyrir Esperanto. Hefði
mátt gera hlutlausa skýrslu um málið og útbreiðslu þess á svo fá-
um blaðsíðum, að nema mundi þriðjungi þessa rits. Ekki er óhugs-
andi, að þess konar bólt hefði sannfært einhverja um ágæti Esperan-
tos. En hitt þykir mér ótrúlegt, að nokkur láti sannfærast af bók
Þórbergs, til þess er lofið um Esperanto og Esperantista og lastið
um önnur tilbúin mál og formælendur þeirra allt of taumlaust. Eg
fæ ekki skilið, hvers vegna Bókadeild Menningarsjóðs gefur út
svona bók.
Jón Sigurðsson, Yztafelli: Land og lýður, 8 302 bls. í átta
blaða broti.
Það er mikið verk að setja saman bók eins og þessa. Höf. seg-
ist hafa komið í flestar sveitir landsins, og haft „eigin sjón og við-
tal við kunnuga menn í hverju héraði“. Þetta er að vísu góður
styrkur, en hefir þó ekki enzt til þess að firra bókina villum, og
þeim sumum all-meinlegum. Sumra þeirra hefir verið getið í blöð-
um, og verður því sleppt hér, en þó verð eg að geta nokkurra: Á
bls. 14 segir höf., að botnvörpuopið sé dregið saman, áður en
varpan er dregin upp að skipi. Þetta held eg, að sé alveg gripið úr
lausu lofti, því að eg hefi engan kunnugan getað fengið til þess að
fallast á það, og svo mikið er vist, að þetta var aldrei gert, meðan
eg stundaði sjó. Höf. segir, að í Vestmannaeyjum sé bátum bannað
að róa fyrri part nætur, og sé „gefið ljósmerki, er líða fer að dag-
málum“. Eg veit ekki, hvað „dagmál" þýða hjá höf. í þessu sam-
bandi, en hitt veit eg, að bátar róa þar kl. 1—5 eftir miðnætti eftir
þvi, hve langt er komið vetri. Þá er það ekki rétt heldur, að fiskur
liggi dægrum saman óhirtur ó bryggjum niðri. Varðskipið, sem haft
er við Eyjarnar á veturna, liggur ekki allt af út á miðum, eins og
höf. vill vera láta. Fleira mætti til tina, en eg fæst ekki um það.
Við ber það, að höf. getur merkra liðinna atburða sögulegra,
og er slíkt bæði til fróðleiks og skemmtunar. En ekki er það ná-
kvæmlega rétt, að Oddi og Grenjaðarstaðir hafi verið talin beztu