Skírnir - 01.01.1934, Síða 239
Skírnir]
Ritfregnir.
233
brauðin: Breiðabólsstaður var tekjumestur, þá Grenjaðarstaðir og
svo Oddi.
En þótt sitt hvað sé að bókinni að finna, hefi eg þó haft gam-
an af að lesa hana. Hún er rituð á þokkalegu máli, og fátt, sem
Verður til muna hnotið um. Þó held eg, að nöfn eins og BreiSibóls-
staður, Langidalur, Mjóifjörður, Djúpivogur, Hvítidalur o. s. frv.
e'gi að hafa ,a‘ að bandstaf, og verði Breiðabólsstaður, Langadal-
ur o. s. frv. B. Ó.
Bréf Jóns SigurSssonar, nýtt safn. 36 -)- 334 bls. í átta blaða
broti; búið hefir til prentunar Þ. H. Bjarnason, yfirkennari.
I formála ritsins gerir útgefandi grein fyrir drætti þeim, sem
orðið hefir á útgáfu þessa síðara bindis, er birtist nú loks 22 árum
um eftir að hið fyrra kom út. Þá koma nokkrar greinar um Jón
Sigurðsson, eftir ýmsa höf., allar góðar, en þó misjafnar. Því næst
eftirmæli um J. S., sem birtust í Dagbladet danska 10. des. 1879,
Vel rituð og vinsamlega, og loks bréfin sjálf, 130 talsins. og nafna-
skrá aftan við.
Það var mikið þarfaverk að gefa út bréfasafn þetta, og á því
bæði útgefandi og Menningarsjóður þakkir skilið fyrir að koma
tví ó prent.
Það þarf ekki litla natni til þess að gefa út bréfasöfn eftir
látna menn, og því erfiðara verður þetta að öllum jafnaði, því
lengra sem liðið er frá láti þess, er þau skrifaði, enda verður þá ekki
allténd unnt að skýra hvað eina, sem i bréfunum er nefnt. En bréf
merkra manna eru góðar heimildir um þá tíma, sem þau eru rituð á,
Þótt jafnan sé vissast að nota þau með varúð, ekki sízt, ef þau eru
rituð virktavinum og trúnaðarmönnum, því að þá er hættara við, að
miður en skyldi kunni að vera hófs gætt í frásögn og dómum um
menn og málefni.
Hr. Þ. H. Bjarnason hefir unnið þarft og vandasamt verk í út-
gáfu ofannefndra bréfa, einkum munu skýringargreinarnar hafa
kostað talsverðan tima og fyrirhöfn. En því má ekki gleyma, að
hið mikla rit Páls Eggerts Ólasonar um Jón Sigurðsson er komið út
um það leyti, sem útgefandinn byrjar að afrita bréfin, og hefir því
allt útgáfustarfið verið nólega sem leikur einn hjá því sem ella
mundi. B. Ól.
Inger M. Boberg: Sagnet om den store Pans Död. Levin &
Munksgaards Porlag, Kh. 1934.
í riti einu eftir Plútarch, De defectu oraculorum, stendur
einkennileg saga, sem segir frá farmönnum á leið frá Grikklandi til
Italíu. Þegar þeir voru komnir til Paxos, var kallað á Þamús, en
það var leiðsögumaður skipsins, og hann beðinn að segja, þegar
hann kæmi til Palódes, að hinn mikli Pan væri dauður. Þegar