Skírnir - 01.01.1934, Side 240
234
Ritfregnir.
[ Skírnir
þangað kom, fór Þamús aftur í skut og kallaði til lands, svo sem
fyrir hann var lagt. Heyrðist þá frá landi líkt ogkvein fjölda radda.
Það eru liðin nærri 80 ár síðan menn veittu athygli líkingu
þessarar goðsögu og þjóðsagna frá síðari tímum. Þótt einkenni-
legt megi virðast, eru þjóðsagnir þessar aðeins kunnar frá Norður-
löndum, Þýzkalandi, Niðurlöndum, Bretlandseyjum og Frakklandi,
eða frá löndum þeim, sem frá fornu fari hafa byggt germanskar
og keltneskar þjóðir. Þjóðsagnir þessar eru að sjálfsögðu til í
margvíslegum myndum, sem títt er um munnmælasögur. I germönsk-
um löndum er algengast, að ýmiskonar vættir séu komnar i stað hins
heiðna guðs. En í öðrum aðalflokk sagnanna, sem mest ber á í
keltneskum löndum, eru aðalpersónurnar orðnar að köttum, og
stendur það vafalaust í sambandi við keltneska hjátrú og ýkjusagnir
af kattaófreskjum.
Öll afbrigði þessara sagna rekur ungfrú Boberg í doktorsrit-
gerð sinni af mestu nákvæmni, og allmikla rækt leggur hún við að
skýra hin furðulegu nöfn, sem þar koma fyrir (og þó er mér nær
að halda, að þar hefði mátt grafa dýpra; á eg þar einkum við
nafnið Atis og þau, sem líkjast nafni Baldurs, sem dó svo svip-
lega og allar verur grétu). Eftir afbrigðum sagnanna og útbreiðslu
reynir ungfrú Boberg síðan að gera sér grein fyrir uppruna sög-
unnar. Hyggur hún, að til hafi verið frá fornu fari með Germön-
um (og Keltum) sagnir af þessu tagi, og hafi þær borizt suður til
Miðjarðarhafslandanna og lent í riti Plútarchs. Helztu stoðir þess-
arar skoðunar eru þær, að þjóðsagnirnar skuli ekki vera þekktar
víðar en raun er á og goðsagan ekki koma víðar fyrir með forn-
aldarhöfundum en hjá Plútarch. Ekki kæmi mér á óvart, þó að
það mál þætti ekki enn útkljáð.
Það mun íslendingum þykja merkilegt, að ungfrú Boberg
sýnir, að hin eina íslenzka saga af þessu tagi, sem kunn er (saga
af skuggabaldri, Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, 612), er skyldust
keltneskum afbrigðum sögunnar og á sjálfsagt rætur að rekja
þangað vestur eftir. Þess má geta, að sagan af skuggabaldri er úr
Blöndudal (þar eru Bollastaðir, sem nefndir eru í henni), en frá
fornöld er til einkennileg saga, sem gerist litlu vestar (í Vatnsdal)
i sörriu sýslunni. Vatnsdæla saga (25. kap.) segir frá galdramanni
einum, Þórólfi sleggju, sem átti tuttugu svarta ketti, ákaflega stóra,
sem hann magnaði og tryllti. Því miður segir sagan ekki, hvaðan
Þórólfur var né þessir siðir hans, en liklega hefir Vogt á réttu að
standa í skýringum sínum á sögunni, að þetta bendi til vestrænnar
hjátrúar. Það er engin dirfska að láta sér koma til hugar, að náið
samband sé milli skuggabaldurs og galdra Þórólfs sleggju.
E. Ó. S.