Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 241
Skírnir]
Ritfregnir.
235
GutSni Jónsson: Forníslenzk lestrarbók. Reykjavík, Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar, 1933.
Frá tilgangi bókar þessarar segir svo i formála hennar, að hún
se fyrst og fremst ætluð til notkunar í skólum landsins, en þar hefir
hingað til (þegar sleppir Fornsöguþáttum Pálma Pálssonar og Þór-
halls Bjarnasonar, sem reyndar eru góðra gjalda verðir) annað
hvort orðið að hlíta við skýringalausar útgáfur fornritanna eða er-
lendar lestrarbækur. Lestrarbækur þessar hafa auðvitað ekki verið
við hæfi islenzkra námsmanna, og er það vel farið, að með þessari
bók er loks ráðin á því bót. Hefir þessi bók marga hluti til þess, að
hún muni gera meira en að fylla þeirra rúm. Og þó að hin nýja
fornritaútgáfa sé að bæta úr þeim erfiðleikum, sem verið hafa á
lestri fornritanna í skólum, sökum skorts á skýringum við þau (það
er reyndar furða, að íslenzkukennarar skuli ekki fyrir löngu hafa
gefið út hefti með skýringum yfir þau fornrit, sem notuð hafa verið
við kennslu), þá er þó þörf að hafa til bók, þar sem teknir eru upp
urvalskaflar sem víðast að; fyrir þvi er þessu riti ekki ofaukið, þó
að tímar séu nú að breytast. Annar tilgangur bókarinnar er, að
»vera styrkur og hjálp þeim mönnum, sem vilja lesa fornritin sér
til gagns á eigin spýtur, og um leið hvöt til þess að lesa meira“.
Hún á að vera ný Hungurvaka, og ætla eg ekkert efamál, að hún
muni ná þeim tilgangi. '
Þegar kemur til efnis bókarinnar, má fyrst spyrja, hvort nóg
hafi verið tekið upp, en síðan, hvort þeir kaflar, sem valdir hafa
Verið, séu góðir. í formálanum getur útgefandi þess, að ekki sé „um
hað að efast, að ýmsir muni sakna hér einhvers, sem þeir hefðu ósk-
að að hafa i slikri bók sem þessari“. Við sliku verður auðvitað aldrei
seð, og um þvílíkar óskir er vitanlega því aðeins hægt að rökræða,
að þær styðjist við skynsamlegar ástæður. Megnið af lesköflum bók-
arinnar virðist varla vei'ða kosið öðruvísi, en sum atriði finnst mér
l'ó, að betra hefði verið að hafa lítið eitt á annan veg; held eg að not-
hæfi bókarinnar hefði enn aukizt við það. Nú er það að vísu auðvelt
að koma auga á yfirburði þessarar bókar yfir lestrarbók Wimmers,
hvað efnisval og f jölbreytni snertir, en rúm þess rits á hún auðvitað
fyrst og fremst að skipa. En gildi hennar við kennslu í bókmennta-
s°gu hefði aukizt við það, ef vandlegar hefði verið gætt að láta
hana sýna öll stigin í sögu íslenzkra bókmennta frá landnámsöld
°S fram um 1400 (en þar tekur Lestrarbók Sigurðar Nordals við).
Til þess hefði t. d. þurft að taka allmiklu meira af kveðskap (ekki
sizt eddukvæði á ýmsum aldursstigum) og ef til vill nokkra kafla
til að sýna þá byltingu, sem varð í bókmenntunum um 1300. Sömu-
leiðis má um það deila, hvort ekki hefði verið réttara að taka upp
lítinn kafla úr lögum o. fl.
Þessum aðfinnslum má nú ef til vill svara á þá leið, að hér sé