Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 243
Skírnir]
Ritfregnir.
237
en æskilegt hefði þó verið, að við orðaskýringarnar hefði verið nostr-
að meira. Aftur hefir mér virzt nærfærnislega valið til orðasafns-
ms, en það er hið mesta vandaverk.
Með lestrarbók þessari hefir Guðni Jónsson bætt úr brýnni og
langvinnri þörf. Kostir bókarinnar eru svo miklir, að eg tel engan
efa á, að hún sé vel hæf til þess gagnlega hlutverks, sem hann
hefir ætlað henni. E. Ó. S.
RauiSskinna (sögur og sagnir), safnað hefir Jón Thorarensen,
M. — Reykjavík, ísafoldarprentsmiðja h.f. — 1933.
Margt væri að segja frá íslenzku þjóðsagnasöfnunum, sem
gefin hafa verið út á síðari árum, og gæti verið nógu gaman að
gera þau að umtalsefni og ræða um nokkur meginatriði þeirra, en
ekki verður það gert i þetta sinn, heldur skal nú lesendum Skirnis
sagt í fám orðum frá II. hefti af Rauðskinnu síra Jóns Thórarensens.
í fyrsta heftinu af Rauðskinnu (1929) voru nærri eingöngu
sagnir af Suðurnesjum, og þar sem litið hefir áður birzt af sögn-
um þaðan, var verk síra Jóns þakklátt, ekki sizt þar sem þær voru
flestar nátengdar lifnaðarháttum og atvinnu alþýðu suður þar
°g margar þeirra sérkennilegar og kraftmiklar. í því hefti var t. d.
sagan af Halli á Haugsendum, og ber það frá, hve hún er ein-
kennileg og forneskjuleg. í þessu síðara hefti er ekki nema fátt
eitt af sögnum sunnan að (fimm þær fyrstu), hitt er úr ýmsum
áttum (þar á meðal hefir síra Jón fengið allmikið af sögnum frá
ömmu sinni og ömmusystur, þeim Herdísi og Ólínu Andrésdætrum).
Margar sögur hefir síra Jón sjálfur fært í letur, og eru þær allar
vel sagðar; það er sérkenni á frásögn hans, hve mikið ber á fá-
gætum alþýðlegum orðatiltækjum. Þó að hann hafi líklega breytt
Hokkuð orðalagi á því, sem aðrir hafa fært í letur, þá er þó nokk-
uð mismunandi blær á frásögninni. Með bezta móti (þegar sleppir
frásögn síra Jóns sjálfs) virðist mér hún á þeim sögum, sem Brynj-
élfur Dagsson hefir skráð.
Eins og í fyrra heftinu eru hér bæði eiginlegar þjóðsögur, þ. e.
sögur, sem geymzt hafa lengi í manna minnum, og sögur af dular-
fullum fyrirbrigðum, er gengið hafa fárra á milli (þar á meðal:
Atburðurinn við Ölfusá haustið 1929!). Hinar síðarnefndu virðast
óþrjótandi og alltaf vera að gerast. Efnin eru að nokkru söm og
aður, draumar og forspár, fyrirburðir og sýnir, þ. á. m. auðvitað
svipsýnir, draugar o. s. frv. Aftur virðist að smádofna yfir huldu-
fólkinu og öðrum verum hinnar eldri þjóðtrúar. Á gamalli trú
byggist sagan „Kirkjugarður rís“, enda er hún nokkuð gömul. En
á þjóðsögunum gömlu má nú greinilega sjá lát, og er þó vafalaust,
að enn er allmikið óskráð af slíku, einkum í útkjálkahéruðum. Af
því tagi eru sumar hinar beztu sögur heftisins, svo sem: Fölur er