Skírnir - 01.01.1934, Qupperneq 245
Skírnir]
Ritfregnir.
239
kafla. Þar er því ófullt skarð. Og hér væri nú verkefni fyrir síra
Jón Thorarensen, að skrá lýsingu og frásagnir af þjóðlífi og atvinnu
þeirra Suðurnesjamanna. Til þess hefir hann kynni frá æskuárum,
^æga heimildarmenn og góðan penna. E. Ó. S.
Gunnar Lejström: Om obestamda artikeln, ett bidrag till
nordisk sprákhistoria. Nordiska texter och undersökningar. 3. 193
kls. Uppsala 1934.
Ritgerð þessi vekur nokkra forvitni, því að flestir málfræð-
tngar hafa verið þeirrar skoðunar, að óákveðni greinirinn hafi ekki
verið til í íslenzku og sé ekki notaður i nútíðarmáli. Þar sem einn
komi fyrir, sé annaðhvort um töluorðið að ræða eða óákveðið for-
nafn í sömu merking og einhver, nokkur, því að í flestum tilfell-
nm sé unnt að skipta um þessi orð, án þess að munur verði á merk-
lng. eins og t. d. maður einn eða maður nokkur. Þess vegna er
Venja að setja óákv. forn. einn á eftir nafnorði, bæði í fornu máli
°S nýju. Nú er svo, aðibæði í öðrum germönskum málum og róm-
enskum er óákveðni greinirinn alloft notaður og er til orðinn úi
töluorðinu einn, sem smám saman hefir misst upprunalega merking
sina og orðið óákveðnari í notkun. Höf. varpar skýru ljósi á notkun
oákveðna greinisins bæði í germönskum málum og rómönskum, þar
sem um slíka notkun er ekki að villast. I íslenzku gildir öðru máli.
Höf. hefir safnað fjölda dæma úr fornu máli islenzku, bæði úr
Islendingasögum, Heimskringlu og riddarasögum og raðar efni þessu
eftir því hvort um persónu, aðrar lifandi verur, hluti, rúm, verkn-
að, tíma eða safnheiti er að ræða. Munur getur þó verið á, hvort
sagt er: „Þeir sá mann einn ganga ofan af nesinu“ (Njála), eða:
»þá var hesti skotit undir einn mann“ (Egilss.), því að í síðara
Jseminu (og mörgum svipuðum, er höf. nefnir) getur verið um
töluorðið eitt að ræða. Þó verður því ekki neitað, að ýmis dæmi
þau, er höf. nefnir, sýna, að einn hefir einnig. í foi'nu máli verið
n°tað á nákvæmlega sama hátt eins og óákveðni greinirinn í öðr-
nn> málum. Vil eg þar til nefna dæmi eins og: ,,Þá spurði konungr:
viltu nú, Eyvindr, trúa á Krist? Nei, segir hann, ek má enga skírn
tá, ek em einn andi kviknaðr í mannslíkam með figlkyngi finna“
(Hkr.). Er eðlilegast að álíta, að notkun óákveðna greinisins hafi
komizt snemma á í islenzku fyrir erlend áhrif, og mun hans því
gæta meira í riddarasögum og trúmálaritum síðari alda. En hvern-
er þessu varið í nútíðarmáli islenzku? Höf. bendir réttilega á, að
eákveðni greinirinn sé ekki notaður í íslenzku, og vitnar í rit
þeirra Valt. Guðmundssonar (Isl. Gramm.) og J. Smára (ísl. setn-
mgafr.). En óákveðni greinirinn hljóti þó að vera til í málinu, úr
því að Smári vari við notkun hans, og nefnir hann nú ýmis dæmi,
er eiga að sýna, að einn sé oft notaður á likan hátt og óákv. gr. í