Skírnir - 01.01.1934, Side 246
240
Ritfregnir.
[Skírnir
öðrum málum. Hann segir, að íslendingar þeir, er hann hafi átt
tal við um þessa notkun, telji hana góða og gilda íslenzku. Dæmi:
1. ,,Er J. kaupmaður Ó. nokkuð annað en einn lítill íhaldskarl?“
(Nýja dagbl.). 2. „Forfeður vorir hefðu aldrei farið að kalla
kjarr eitt Þórsmörk“ (H. Péturss í Nýal). Eg nefni aðeins þessi
tvö dæmi af mörgum, er höf. vitnar í. Hér er þó nokkur munur,
því að í síðara dæminu merkir eitt einungis aðeins (það sem er
aðeins kjarr), en í fyrra dæminu finnst mér sem um erlend áhrif
sé að ræðay eins og t. d. ef sagt væri á þýzku: er ist ein ganzer
Kerl, eða á dönsku: han er kun en lille konservativ Karl. Úr Sól-
hvörfum Guðm. Friðjónssonar vitnar höf. í þessa setning: „Ari er
reyndar einn skrápur þeim megin, sem veit að Björgu, þó að hann
sé réttur og sléttur þeim megin, sem snýr að fólkinu". í þessu dæmi
merkir einn skrápur: alger, fullkominn eða því um líkt. Stundum
er einn notað til sérstakrar áherzlu, sbr. t. d. „mér finnst einn
maður geta haft sterka trú, án þess að hafa lífsskoðun“ (Guðm.
Friðj.). Dæmi þau, er höf. nefnir úr nútíðarmáli, eru sum óheppi-
lega valin, og er það að vísu eðlilegt, að höf. kunni ekki alls-
staðar að greina rétt á milli notkunar orðsins einn, eins og bent
hefir verið á. En ritgerð þessi er samin af miklum lærdómi og
fróðleik og leiðir ýmislegt í ljós um notkun óákveðna greinisins,
sem áður var lítt kunnugt eða þoku hulið.
A. J.
D. O. Zetterholm: Átlamál. Nordiska texter och undersök-
ningar. 2. 122 bls. Uppsala 1934.
Ritgerð þessi er um Atlamál, er venjulega eru nefnd Atla-
mál hin grænlenzku. I 4 köflum leitast höf. við að varpa nýju
ljósi á Eddukvæði þetta, er fjölmargir vísindamenn hafa áður rit-
að um. 1 1. kafla lýsir hann persónueinkennum og heildarsvip
kvæðisins, í 2. kafla bragháttareinkennum og afbrigðum þeirra, í
3. kafla orðaforða og stil og í síðasta kafla ber hann Atlamál
saman við ýmis Eddukvæði önnur. í þessum köflum eru ýmsar góð-
ar athuganir, en í lokakafla kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
mjög vafasamt sé, að Atlamál sé ort í Grænlandi, eins og Finnur
Jónsson og ýmsir aðrir fræðimenn hafa haldið fram. Það er að
visu, rétt, að véfengja má ýmis af rökum þeim, er F. J. og aðrir
hafa borið fram, en ef öll þessi rök eru athuguð í einu (auk þessa
eru Atlamál nefnd in grænlenzko í Cod. reg.), verður vart hjá því
komizt að halda fast við hina gömlu skoðun, að Atlamál hafi verið
ort á Grænlandi. A. J.
C. H. Ostenfeld and Johs. Gröntved: The Flora of Iceland and
theFæroes. XXIV -f- 195 síður og 2 kort, ásamt latnesku, færeysku