Skírnir - 01.01.1934, Page 247
Skírnir]
Ritfregnir.
241
íslenzku registri. Gefin út á forlagi Levin og Munksgaard
1934, en prentuð á kostnað Carlsbergssjóðsins.
Lengi hefir skort handhæga flóru yfir íslenzkar plöntur á máli
einhverrar stórþjóðarinnar. Úr þessu vildi prófessor Ostenfeld bæta,
er hann réðst í að semja þessa bók. En hann tók líka Færeyjar
með sakir þess, að þessi lönd eru að mörgu leyti lík og einu eyj-
ai'nar í Norður-Atlanzhafi. Því miður entist ekki próf. Ostenfeld
líf og heilsa til þess að ljúka þessu verki, en að honum látnum tók
Johs. Gröntved við því, og hefir hann einnig séð um alla útgáfuna.
Bókinni er ætlað að vera handbók og leiðarvísir erlendra grasa-
íræðinga og annara, sem leggja stund á grasafræði, en um leið
gefur hún ýmsar upplýsingar um útbreiðslu plantnanna og vaxtar-
staði, alveg eins og Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson. Þessi bók
lelur fleiri plöntur en Flóra Stefáns, bæði af því að Færeyjar eru
nieð og einnig af því að nokkrar íslenzkar plöntur hafa bætzt í
hópinn.
Lykillinn að plöntunum er með sama sniði og í Flóru íslands,
því mun þessi bók ekki hentug nema þeim, sem dálítið eru á
veg komnir í grasafræði. Lýsingarnar á plöntunum eru stuttorðar
en gagnorðar og er bæði greint frá hinu færeyska og íslenzka
keiti þeirra. Á stöku stað hafa villur slæðzt inn í íslenzku heitin,
en slíkt er ekki nema vori. Aftan við lýsingarnar eru ágætis skýr-
lr>gar á fræðiorðum, og síðast í bókinni eru registur yfir öll plöntu-
heitin.
Frágangur bókarinnar er prýðilegur í alla staði, og virðist ekk-
®rt hafa verið sparað til þess að gera hana sem bezt úr garði. Bókin
er höfundum og útgefendum til sóma, og megum við Islendingar
veraþeim þakklátir fyrir hana. í raun og veru hefðu íslenzkir grasa-
fræðingar átt að vera búnir að skrifa svona fióru á erlendu máli,
en nú hefir ómakið verið tekið af þeim. H. B.
Margaret Schlauch: Romance in Iceland. London (George
Állen & Unwin Ltd.) 1934, 201 bls.
Hinar fornu íslenzku lygisögur eru komnar á dagskrá bók-
inenntafræðinga viða um lönd. Með einni slíkri sögu „var skemmt
Sverri konungi, ok kallaði hann slíkar lygisögur skemmtilegastar".
Síðustu árin hafa ameriskir fræðimenn lagt mikla stund á að rann-
Saka þær, og höfundur þessarar bókar er amerísk kona. Bókin er
skrifuð af miklum lærdómi og ást á efninu, og hún er svo vel sam-
ln og skemmtileg, að varla er efi á, að hún fari víða. Hún fyllir
stórt skarð í bókmenntasögu vorri, er oss hefði verið skylt að fylla
sJálfum. En vér höfum i síðari tíð lagt litla rækt við þessa grein bók-
niennta vorra, þó að hún hafi um margar aldir verið dægradvöl þjóð-
ni'innar og margt mætti af henni læra um andlega sögu vora. Þessi
16