Skírnir - 01.01.1934, Page 248
242
Ritfregnir.
[ Skírnir
sagnagerð tók við, þegar íslendingar hættu að rita sannfróðar sögur
af lífi sínu og forfeðra sinna, hristu af sér hið þunga ok, „at hafa
þat heldr, er sannara reynisk", og létu gamm ímyndunarinnar geisa
sér til hugarhægðar, þegar lífið sjálft bauð ekki lengur það, sem
hugurinn þráði. Þær urðu til, þegar suðrænan og norðrænan mætt-
ust, „ok þá er mætti hríminu blær hitans, svá at bráðnaði ok draup“,
urðu úr því þessar kynjasögur.
M. Schlauch sýnir samband lygisagnanna annars veg-
ar við hinar þjóðlegu bókmenntir vorar og hins vegar við heims-
bókmenntirnar, hvernig íslendingar á víkingaferðum, kaupferðum
og námsferðum sínum viðuðu að sér sögustofnum hvar sem þeir
komu, og hvernig kirkjan og hennar menn veittu þeim þátt í er-
lendum bókmenntum, er allt rann að einum ósi í lygisögunum: forn-
aldarsögum, útlendum riddarasögum og stælingum þeirra. „Við lok
miðalda voru islenzkar bókmenntir ekki aðallega af innlendum toga;
þær voru alþjóðlegri en nokkrar aðrar bókmenntir í Norðurálfu-
Þær stóðu að vísu raunalega að baki hinum eldri sögum, en þær
voru mjög f jölbreyttar; þær höfðu látið greipar sópa um sögustofna
gjörvalls heims“. Þá sýnir höf., annars vegar, hvernig hinir fornu
guðir og hetjur koma fram í þessum sögum, og hins vegar, hvernig
menn færðu sér í nyt alls konar fróðleik úr latneskum bókmenntum,
er hingað bárust: „Hinn latneski arfur'í íslenzkum bókmenntum er
ekki svo mjög söguþráðurinn sjálfur sem almennar umbúðir athafn-
anna. Heiminum og þjóðum hans, fjarlægum löndum og fljótum,
náttúru steina og dýra, sambandi lofts og jarðar hafði verið lýst í
„lærðum“ íslenzkum ritum af latneskum toga, og úr þeim var tekið
að láni eftir vild. Fáar af sögunum eru rómverskar, nema auðvitað
svo augljós dæmi sem Trjóumanna saga og Rómverja saga. Um
gríska arfinn gegnir nokkuð öðru máli“. Þar heldur höf., að Is-
lendingar, sem sumir voru með annan fótinn í Miklagarði og dáðu
það, sem þar gerðist, hafi lært grískar sögur og þætti og' flutt hing'-
að heim. Á það benda ýms smáatriði í þessum sögum vorum, þó að
hitt sé ekki ólíklegt, að sumt hafi borizt hingað í latneskum þýðing-
um. Hins vegar sýnir höf. fram á, að sterkar líkur eru til, að sagnir
hafi borizt til íslands um Rússland alla leið austan frá Indlandi-
Söguatriðin sem koma fyrir í lygisögunum rekur höf. ágætlega i
einum kafla bókar sinnar, og í öðrum tekur hún til meðferðar töfra-
brögð þau og töfragripi, sem þar eru svo tið, og ritar svo um stæl-
ingar franskra skáldsagna, cr fyrir koma í sögunum: „Niðurstaðan
af yfirliti yfir lygisögurnar verður sú, að vér skiljum menningar-
áhrifin, sem hið afskekkta en hámenntaða eyland norðvestur af Ev-
rópu varð fyrir á miðöldunum. Það er ekki ómerkileg staðreynd, að
sögur bárust til íslands frá Rússlandi, Miklagarði, Frakklandi, Eng-
landi, írlandi og óbeinlínis frá austurálfu heims. Sú staðreynd ber