Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 249
Skírnir]
Ritfregnir.
243
vitni um mikil ferðalög og æfintýr sívakandi þjóðar, víðtæka verzlun
lifandi áhuga á öðrum þjóðum. Svo sem eðlilegt er, birtist árang-
ur þessarar hreyfingar í bókmenntunum eftir að hreyfingii: sjálf
tekur að dvína; sögurnar voru fyrst fluttar heim, og síðan ritaðar
a þeim öldum, er íslendingar fóru að hætta utanferðum og minna
kvað að þeim í stjórnmálum undir stjórn Noregs. En uppskeruni.i
haf ði verið komið i hlöðu hin framtakssömu árin, sem á undan fóru“.
Margt af því, sem kemur fram í lýsingum höf. á lygisögunum,
Wundi geta brugðið nokkru ljósi yfir eðlisfar og hugsunarhátt þjóð-
ar vorrar, ef það væri íhugað frá því sjónarmiði. Eg skal aðeins
nefna tvö atriði til dæmis.
Höf. segir: „Hefnd eftir vegna frændur kemur mjög sjaldan
tyi'ir í lygisögunum i samanburði við hinar eldri sögur, þar sem hún
var geysilega títt og mikilvægt söguefni“. Þetta bendir á, að mann-
hefndirnar, sem svo mikið kveður að í lífi forfeðra vorra, hafi átt
1Qt sína i skipulagi þjóðfélagsins og þeirri hugsjón, sem af þvi spratt,
Hemur en í meðfæddri hefnigirni. Jafnskjótt og skipulagið og tíðar-
atldinn breyttist, dofnaði þessi hugsjón og menn fýsti ekki lengur
að heyra um hefndir. En áhuginn á alls konar aflraunum og af-
1 eksverkum í sögum magnaðist í öfgar út, að sama skapi sem lífið
bauð færri tilefni til þeirra. Þar leikur meðfæddur þróttur sér í
Itnyndaninni, þegar veruleikinn fær honum ekki verkefni við sitt
hæfi.
Hitt atriðið er það, hvernig íslendingar líta á konur og ástir.
Möf. segir: „Sögur um eiginmenn, sem dregnir eru á tálai', og um
°trúar konur má nálega telja víst, að ekki séu af islenzkum toga,
serstaklega ef þær eru sagðar af kaldhæðni“. — „Jafnvel þar sem
'slenzkar lygisögur nota skopsögur um konur, breyta þeir þeim
venjulega“. — „En yfirleitt voru íslendingar ekki sólgnir i sögur
um léttúð kvenna (sérstaklega giftra kvenna)“. Kemur þar fram hin
forna virðing' íslendinga fyrir konum og traust þeirra á þeim.
Höf. segir að lokum, að úrlausnarefnin, sem þessar sögur bjóða,
seu meðal þeirra, er mest laða hugann af öllum verkefnum saman-
herandi bókmenntafræði, og hún bendir á ýms verkefni, er nauðsyn
Se að taka til rannsóknar, svo sem samband sagnanna við rímurnar
°6 við æfintýrin, islenzk, írsk, skozk og brezk. Þá þurfi að rannsaka
stíl þeirra og þýðingar úr erlendum málum, og loks sé brýn þörf á
heildarútgáfu. Hér er þvi miður ekki rúm til að rita um þessa merki-
'egu bók eins og vei't væri, en þess vildi eg óska, að vér gætum eign-
ast hana í góðri íslenzkri þýðingu. G. F.
lfi*