Skírnir - 01.01.1934, Page 252
II
Skýrslur og reikningar.
Kristján Guðmundsson, bóksali, Akureyri,
Paul Olsen, kennari, Selletræ, Færeyjum,
Skafti Jónsson, skipstjóri, Akranesi,
Stefán Guðjohnsen, kaupmaður, Húsavík.
Fundarmenn risu allir úr sætum og minntust hinna látnu félags-
manna.
Þá gat forseti þess, að skráðir hefðu verið 108 nýir félagsmenn
síðan á síðasta aðalfundi.
Því næst las forseti upp ársreikning félagsins. Var hann síð-
an borinn upp og samþykktur með öllum atkvæðum. Enn fremur
las forseti upp reikninga sjóðs Margr. Lehmann-Filhés og afmælis-
sjóðs, og loks efnahagsreikning félagsins. Höfðu þeir verið endur-
skoðaðir án athugasemda og var efnahagsreikningurinn samþykkt-
ur af fundarmönnum í einu hljóði.
2. Þá las forseti upp gjörðabók lcjörfundar frá 16. s. m. Höfðu
þeir allir verið endurkjörnir, er frá áttu að fara samkvæmt félags-
lögunum.
3. Endurskoðendur voru endurkosnir í einu hljóði, þeir Þor-
kell Þorkelsson, veðurstofustjóri, og Þorsteinn Þorsteinsson, hag-
stofustjóri.
4. Þá skýrði forseti nokkuð frá bóka-útgáfu þessa árs. Kvað
prentun ritanna langt komið, Skírnis, Safns til sögu íslands og Ann-
ála, og ennfremur Fornbréfasafns.
5. Herra præp. hon. Einar Tnorlacius stakk upp á, að aðal-
fundur félagsins yrði annan dag en 17. júní. — Fundarstjóri og for-
seti svöruðu tillögumanni nokkrum orðum.
6. Fundarstjóri þakkaði stjórn félagsins fyrir vel unnið starf-
Fleira ekki gjört.
Fundarg'jörð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið.
Ásmundur Guffmundsson.
Matthías Þórðarson.