Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Page 57
SAFN
TIL
L A N D N Á M S S Ö G V í S L E NDINGA
í VESTURHEIMI
Stutt ágrip af landnámssögu
íslendinga í Albertahjeraöi-
KPTIR JÓNAS J. Ht NFORI).
INNGANGSORÐ.
Þar skal sög’u þessu hefja, sem áður var frá horfið, í fyrsta kafla
hennar, að hinir fyrstu landnemar, voru staddir á norðurbakka Red
Dcer árinnar og hugðu á bólstaðar gjörð, hver þar, sem honum
leizt inyndi giptudrjúgast fyrir framtíðina. Þess hefir áður verið
getið, að tvö township, hötðu verið valin fyrir laiulnám
Islendinga. En sá var galli á öðru þeirra að í því vöntuðu sections
mælingar. Það liggur að mestu vestan Medecine árinnar. Það er
frjótt land víða, sumstaðar nokkuð lágt. Enginn af þessum land-
nema hóp, tók þá land vestan árinnar; bar til þess einkum tvennt:
áin var þá í stórflóði lengi sumars og torsótt yfirferðar, og svo var
landið þau missiri ákaflega blautt; voru þar sumstaðar stórvötn,
sem síðar urðu frjó heylönd, en sem þá, sýndust ekki auðveld til
afnota. Nóg var þá landrými austan árinnar og þurrara. Allir