Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Page 76
56
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Hólum í Hjaltadal. Móðir Sezelíu var Dýrleif Björns-
dóttir; og veit jey ei um ætt hennar rneir. Hálfbróðir
Sezeh'u var Árni, er síðar verður getið, en hvert hún átti
lleiri systkyni er mjer ekki kunnugt.—Frá Vikistöðum fór
Benidict til Vesturheims árið 1873;fór hann til Ontario og
dvaldi þar meir en ár; þaðan flutti hann til Nýja Islands
haustið 1875, bjó hann þar í þrjú ár; eftir það fluttir hann
suður til N. Dakota; rjeðst hánn þar í vinnu hjá norskum
bónda skammt frá Pembina,og var þar árlangt. Eptir það
flutti hann upp í Garðar-byggð, og nam þar Iand; á því
landi bjó hann í átta ár. Þaðan flutti Benidict árið 1888
til Alberta, og nam land suðaustur frá Tiúdastoll P. O.;
á því latidi bjó hann ellefu ár. Börn þeirra Benidicts og
Sezelíu sem náðu fullorðins aldti,voru fimm, tjórir bræður
og ein systir: Júlíus, Jón Páll, Helgi og Árni. Tóku
þeir allir land að vestanverðu við Medicine ána tvær
míltir suður af Evarts P.O. Systir þeirra G'uðlín, giptist
Baldri, elsta syni Stefáns skálds. Þegar Benidict hætti
búskap á landnámsjörö sinni, flutti hann á land Júlíusar
sonar síns, og bjó þar með fjölskyldu sinni hin næstu
missiri, þar misti hann konu sína, og hætti hann þá alveg
búskap, var þó þar um hríð, en fór svo til sona sinna
Jóns Páls og Helga og dvaldi hjá þeim.
Vel v;ir Benidict farið um margt. Hann var iðjumað-
ur mikill, hagsýnn og lagvirkur. Sezelía kona hans var
vel að sér gjör um llest; þrifnaðar og hirðu kona; jafnvel
þótt Benidict kæmi hingað með dálítil efni, þá áttu þau
hjcn opt í vök að verjast fjrst eptir að þau fluttu hingað.
Hinn versti þröskuldur á leið Benidicts var það, að hann
í félagi við Sigurð J. Björnsson ogGísla Dalmann bróður
sinn, tók hjörð af sauðfje á leigu hauscið 1889; það haust
voru heyföng manna Ijeleg og rýr, og þótt Benidict hefði
hey nokkur, dugðu þeir samlagsmenn hans miður, svo