Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Page 77
ALMANAK 1911.
57
viö lá, ;ið fjeð dræpist niður fyrir þeim; varð það þá, að
Sigurður Jósúa kom Benidict til, að taka við fjenu og'
öllum samningum við eigandann. Þó mundi þetta hafa
vel dugað, hefði eig'i annað \ erra ákoniið. L. M. Zage,
sá er fyrr var nefndur, tók ári síðar sauðfje á leigu;
gætti hann þess slælega, og týndist það með ýmsuni
hætti, svo saman gekk drjúgum fjártalan. Benidict var
í nágrenni við Zage, og gekk fjeð saman, þó sjaldan;
kvað þá Zage, að sumt af fje sínu, væri komið santan við
hjörð Benidicts, þótt hann gæti eigi leitt rök til; fór þá
svo, að liann tók nieð ofbeldi og yfirgangi nieira hluta
af hjörð Benidicts og hafði á hurt; treystist Bendict eigi
að rjetta sinn hlut gegn þessum ójöfnuði, þótti sem var,
einskis illt óvænt af Zage, og fjekkzt engin leiðrjetting
þess máls. Galt Benidict þessa lengi síðan.
13. ÞÁT'fUR.
Gísli Jónsson Dalmann. Gísli var albróðir
Karólína Dalmann. Bendidicts Bár-
dal, og sjest
ætt þeirra lijer
að framan, í
þætti af Beni-
dict. Gísli ólst
upp með foreldr-
um sínum í
Mjóvadal, fram
undir þrítugt.
Þá fluttist hann
suúur í Hreppa með Ásmundi nokkrum Benctictssyr.i frá
Störuvöllum, og var þar eitt ár. Gísli festi þar ekki