Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Blaðsíða 78
58
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
yndi ogf fór aptur noröur til átthag'a sinna i BárÖardal-
inn. Kona Gísla hjet Karólína. Hún er greind kona
og vel skáldmælt, og unni mjög menntun og fróöleik.
Hún var dóttir þeirra hjóna Jóns Þorgrímssonai' og Elín-
ar Halldórsdóttur, sem bjuggju á Litlu - Laugum í
Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Langafi Karólínu í móÖur-
ætt hjet Nikulás Buck, norskur að ætt; hann fór til
íslands og gjöröist verzlunarmaöur 'á Húsavík; átti
hann fyrir konu Karinu dóttur Björns Halldórssonar;
Halldór var síðastur biskup á Hóluin í Hjaltadal. Dóttir
Nikulásar og Karínar, var Dorothe, móðir Elínar, n óöur
Karólínu Dalmann, og er hún því fimmti maÖur frá
Halldóri biskupi á Hólum. Annan son átti Halldór bisk-
up, sem Björn hjet, hans son var Halldór prófastur faðir
sjera Björns í Laufási, fööur herra Þórhalls biskups yfir
Islandi.— Þriöji sonur Halluórs biskups var Bijnjóllur,
faðir Þóru móður Péturs biskups yfir Islandi. — Þau
Gísli Dalmann og Karólína giptust vorið I873, og fóru
samsumars til Ameríku. Fluttust þau til Bandarikjai 1 a
og settust að í Milwaukee í Wisconsin ríki. Þar voru
þau þangað til í júli 1880,að þau fluttu til Norður-Dakota
í nánd við Garöar; þar bjuggju þau til þess árið 1888, að
þau fluttu vestur til Alberta, og námu land 4 mílur suð-
austur frá Tindastól. A því landi bjuggu þau fjögur ár,
en vorið 1892 fluttu þau áleiðis til Vernon í B. C., á þeirr
ferð dó Gísli í Cálgary 23. sept. Eptir lát Gísla, hjelt
Karólína með börn sín vestur til Vernon og var þar
fjögur ár, en llutti síðan austur til Winnipeg, hvar hún
hefir búið síðan. Þeim hjónum varð átta barna auðið, af
þeim lifa fjórir synir, allir fulltíöamenn; tveir þeirra eiu
timbursmiðir.einn er málari, en sá fjórði vinnur við hljóð-
færaslátt (leikur á hljóðfæri). Allir eru þeir sagðir myndar-
menn og vel metnir og sýnir það bezt, hve mikilhæf kona