Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Page 80
60
ÓI.AFUR s. thorgeirsson:
flutti hann ásanit foreldrum sínum vestur um haf til
Bandaríkjanna og' settist að í Wisconsin. ríki. í norð-
austur hluta ríkisins nam hann land, í Shawano Co. Var
land það allt skógivaxið og harla torsótt fátækum
frumbýlingum til yrkingar. Það eitt var því til úrræða,
að vinna burtu á sumrum, til lífsnauðsynja,. en fella skóg
á vetrum. Við slíka örðugleika barðist Stephan þangað
til árið 1880, að hann flutti til Norður-Dakota, var þá
faðir hans dáinn; settist Stephan að í nánd við Garðar i
Pembina Co. og nam þar land; bjó hann þar níu
ár; árið 1889 flutti hann vestur í Albertafylki: uam hann
þar land við Medicine ána austanverða þrj'ár mílur upp
frá Markerville, hvar hann heflr búiðsíðan. Árið 1889
kvæntist Stephan ungfrú Helgii Sigríði Jónsdóttur frá
Mjóvadal, Jónssonar frá Mýfi í Bárðardal í Þingeyjar-
sýslu. Móðir Helgu var Sigurbjörg Stephansdóuir,sysi-
ir Guðmundar föður Stephans skálds. Systir Stephans
er Sigurlaug, kona Kristins Kristinssonar hónda við
Markerville.— Bróðir Helgu er Jón Jónssn bóndi \ið
Garðar fyrrum þingmaður NQiður-Dakotaríkis.— Þeiin
hjónum Stephani og Helgu hefif orðið átta barna auðið.
Afþeim lifa þrír synir: Baldur, Gtiðmundur ogjakob, og
þrjár ciætur:Stefaný,Jóný og Rósa. Tveir synir þeirra eru
clánir: Jón misstu þau ungan í Dakota;mun það hafa tek-
ið mjög á þau hjón,eins og sjest af Ijóöum þeim, er Steph-
an kvað eftir hann. Gest. 16 ára,gott mannsefni og mann-
vænlegan misstu þau.meðþeim sorglega dauðdaga,aðlopl-
eldursló hann skammt frá húsi þeirra í júli 1909. Það var
raun mikil þeim hjónum, sem von var, en þau voru sam-
taka í því sem öðru, að bera harm sinn í hljóði; kom
þá fram, það sem jeg ætla að hafa verið markmið Steph-
ans: aldrei að æðrast, aldrei að kvarta. Ekki átti Steph-
an kost á, að geta fengið neina regulega menntum á ung-