Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Page 84
64
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
búnaöi, sökum alclurs og vánheilsu þeirra hjóna. Seldi
liann þá land sitt og' lausatje, og rjeöst noröur til Ed-
monlon, áöur haföi Jón sonur hans flutt þangaö. Jón
l’jetursson keypti sjer þar landeign í bænum og byggöi á
henni, og hefir búið þar síöan. Jón hefir verið atkvæöa-
maöur um flesl; þrek hans og kjarkur, samfara ráödeild
og dugnaöi, hefir borið þann á\öxt, að hann sýnist hafa
haft hald á lífskjörum sínum, frenuir mörgum samtíðar-
manna sinna, enda hefir Jón haft öruggan og ttyggan
förunaut, sem hefir stutt hann meö dáð og dug, ogr þaö
nutn láta nærri sönnu, að Ingunn hefir veriö Jóni, þaö
sem Bergþóra var Njáli. Allstaöar hefir hagur þeirra
blómgast og allstaðar hefir hús þeirra staðiö sem í þjóð-
braut, opið fyrir öllum, háum sem lágum með staki i
alúö og gestrisni; má fyllilega ætla, að þeim hjónum
veitist sú ánægja, að vera veitandi til dauöadags. Þau
Jón og Ingunn hafa eignast sex börn, af þeim eru á lífi
tvö: Jón og Málmfríöur, gipt Guönutndi Einarssyni í
N. Dakota.
16. ÞÁTTUR.
Jósef Stefánsson. Jósef er Vopnfirðingur í báðar
ættir. Faðir hans var Stefán Einarsson frá Syöri Vík
í Vopnafirði í Norður-Múlasýslu. Móöir Jósefs hjet Ingi-
björg, dóttir Hjálmars í Skógum í Vopnafirði. Syst-
kyni átti Jósef átta; af þeim eru á lífi tvö: Herniann
Kristján og Stefanía, bæði heima á Islandi í Noröur-Múla-
sýslu. Koua Jósefs, Messíana Jósíasardóttir, Jónsson-
ar, var sú ætt úr Dalasýslu. Systkyni átti Messíana 13,
ttf þeim eru á líli tvö: Daniel og Sigurrós, bæði heitna á
íslandi í Vesturhópi í Húnavatnsýslu. Þau lijón, hafa