Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Side 87
ALMANAK 1911.
67
num sá Jón, lmfa veriö bróöir Siguröar á Grínisstöðuni
\ ið Mývatn. Móöir Ingibjargar var Helga Jónsdóttir,
prests Helgastöðum í Reykjadal. Hvort Vigfús átti
nokkur systkyni, er mjer eigi kunnugt. Vigfús fór frá
Skógum í Axarfirði vestur um haf árið 1885 til Winnipeg.
Var liann þá hin næstu missiri ýmist í Winnipeg eða
suður í Dakota en flutt mun hann hafa vestur til Alberta
bvggðarinnar árið 1889. Eptir hann kom vestur, rjeðst
li.mn tii Jóhönnu Einarsdóllur og var með henni, mörg
ár, se n forráðamaður bús hennar einkum eptir að synir
hennar, voru vaxnir og tókn að vinna á ýmsum stöðum.
Viglús nam síðar land, epiir 1900, tvær rnílur suðaustur
frá Evarts-bæ. Eigi löngu síðar kvæntist Vigfús Jóh-
önnu Einarsdóttur; gjörðu þau þá samlagsbú og fltittu á
land Vigfúsar. Bjuggju þau þar hin næstu ár, og þó
eigi mörg því árið 1908 Ijetu þau af búskap, og fluttu
vestur um tjöll til Vancouver, B.C. og settust þar að.
Þau áttu eina dóttur barna, sem heitir Jóhanna Ingibjörg.
Vigfús er skýrmaður og fróður um niargt, en hefir nokk-
uð sjerkennilegar skoðanir, sem stundum fara á snið við
skoðanir fjöldans. Vigfús er maður verkhagur á allt og
fjölhæfur. Hann er bókbindari og málari; á yngri árutn
fjekkst hann mikið sjómennsku, og var jafnvel í förum
landa á inilli, og svo hefir bann sagt mjer, að sú vinna
hafi sjer þótt skemmtilegust og átt bezt við sig.