Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Blaðsíða 93
ALMANAK 1911.
73
Signrössonar á Sævarlandi í Ytri Laxárdal í Skaga-
fjaröarsýslu. Guövaröur bóndi á Hafragili í sömu sveit.
Ingunn, gipt Ólafi Sveinssyni á Akri á Skaga, Hall-
fríður, gipt Þórarni Guðmundssyni í Red Deer bæ.
Sveinn bóndi viö Foam-Lake í Sask., Siguröur bóndi við
Markerville og ein hálfsystir Inga að nafni. Sigurður
llutli af Islandi ái ;ö 1887 li! Wimiipeg, en fór þaðan til
Alberta árið 1889 og nam lard í grennd \ ið Burnt-Lake
pósthús, Itvar liann hefir búið síðan.
24. ÞÁTTUR.
Jón Jónsson. Jón ersonurjóns Pjeturssonar og
Ingunnar Ólafsdóttur, er slöast bjuggu að Kolgröf í
Skagafirði, en fluttu vestur um haf áriö 1876. Jón ólst
upp með foreldrum síntim í Nýja-íslandi, en ungur mun
hann hafa fariö að vinna hjá öðrum, sem þá var títt uin
unga menn. Jón kvæntist Sigurbjörgu Benidictsdóttur,
Ólafssonar frá Iíiðsstöðum í Húnavatnssýslu, sjest ætt
hennar gjör afþættinum af Benidict föður hennar. Jón
flutti frá Nýja-íslandi til N. Dakota m.eðþeim fyrstu, og
nokkru fyrr en faðir hans; mun hann fyrst hafa numið
land suövestur liá Halbon en fært sig þaðan vestur á
Pembina-fjöll og tekið þar annaö land; þaðan fór hann
vestur til Alberta, og nam þar land í grennd við Sólheima
pósthús árið 1888; þar bjó hann nokkur ár; seldi síðan
lönd og lausafje, og fiutti norður til Edmonton kringunt
1904; settist hann þar að og hefir búið þar síðan. Þar
hefir hann fengizt mest við bæjarjarðaverzlun og farnazt
vel. Jón er vel gefinn maður, hjálpfús, drenglyndur og
raungóður, sem liann á ætt til. Á ýmsu hefir oltið fyrir
Jóni ástundum, og opt hefirhann komizt í hann krappan,
þótt vonum skár hafi úr ræzt, Þau hjón eru bæði liöfð-
inglynd og halda uppi heiðri íslenzkrar gestrisni með