Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Page 97
ALMANAK 1911.
77
samgföng-iifæri viÖ umheiminn. Fjell þá niður póst af-
greiðsla að Cash City. Urðu þá nýlendumenn sem fyrr,
að sækja póst sinn til Poplar Grove um hin næstu missiri,
þangað til pósthúsið var sett að Tindastól, sem síð^r
mun sagt verða.
Hjer að framan hefir þá verið skýrt frá landnámi
íslendinga í Alberta-hjeraði fyrstu tvö árin, eða til 1890;
Þó má vera að fleiri hafi numið land, þau árin, en Iijer
eru taldir og verður þeirra þá get'ð í III. kaflanum.
Rúm og fleiri atvik leyfðu ekki að þessi kafli væri
lengdur meira.
Lengi muna börnin.
(Eftir séra Lárus Thorarensen.)
Það var sunnudagur.
Og ekkert skólalærdómsfarg hvíldi yfir manni þann
daginn.
Eti flestir piltarnir voru á fundi upp í skóla, nema Þór-
arinn, hann var heima — eða réttara sagt, hann sat einn
inni í þrönga klefanum, undir súðinni í húsinu hennar
maddömu Hagalín. Hann var lasinn, og var líka nýbú-
inn að fá bréf að heiman, með fréttum sem höfðu fengið
mikið á hann.
En hvað vissi heimurinn af því? Og hvað ætli hann
hefði farið að skifta sér af því, þó að hann hefði nú vitað
það eða skilið þaðr1
7