Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Síða 105
ALMANAK 1911.
85
þunglyndi því að eins djúp alvörugefni, Kristin trú var
honum hjartanlegt áhugamál.
Gunnsteinn heitinn Eyjólfsson lætr eftir sig ekkju —
Guðfinnu Eiríksdóttur Sigurðssonar, ágæta konu (þau
giftust io. Des. 1888) — og níu börn, hið elzta rúmlega
tvítugt, hið yngzta ekki enn ársgamalt“.
VIÐAUKI
við landnámssöguþátt Álftavatnsbygðar í Almanakinu 1910.
Eftir Jón Jónsson (frá Sleöbrjót).
(Grein um landnámsmenn þá í Álptavatnsbygð, er
hér eru taldir, kom ofseint í hendur útg. Almanaksins, til
þess hún yrði prentuð í f. á, Almanaki).
Jón Jónsson Westmann, sonur Jóns Sigurðssonar
er lengi bjó á Hjarðarholti í Miklaholtshreppi í Snæfells-
sýslu, og Kristínar Eggertsdóttur, er ættuð var úr Norð-
urlandi. Kona Jóns Westmanns er Anna Sigríður Jóns-
dóttir Jóhannessonar er lengi bjó í Rauðseyjum í Breiða-
firði. Móðir Sigríðar var Vigdís Magnúsdóttir úr Skál-
eyjum í Breiðafirði. Jón AVestmann kom frá íslandi til
Winnipeg 1888. Flutti til Álptavatnsbygðar 1896, og
narn þar land fast við þjóðbrautina (Missiönbrautina) Jón
er greindur maður og glaðlyndur, og gestrisinn, og flestir
hinna mörgu gesta þeirra hjónanna munu koma ut frá
þeim nteð gleðisvip.
Daníel H. Guðnason Backmann, sonur Guðna
Jónssonar er lengi bjó á Dunkárbakka í Harðardal í Dala-
sýslu og Guðnýjar Daníelsdóttur Kristjánssonar frá
Hrafnrbjörgum í sömu sveit. Kona Daníels er Hólmfríð-
8