Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1911, Síða 109
ALMANAK 1911.
89
HELZTU VIDBUÐIR OG MANNALÁT
MEÐAL ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI.
Vorið 1910 útskrifuðust úr College-deild Manitoba-háskólans:
Salóme Halldórson, dóttir hjónanna Halldórs Halldórssonar og
Kristínar Pálsdóttnr við Lundar-pósthús í Alftavatns-bygð í Mani-
toba.
Þórstína Sigríður Jackson. Foreldrar hennar eru Þorleifur Jóa-
kimsson (frá Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá) ogf Guðrún Jóns-
dóttir Jónssonar (frá Urðarteig'i á Berutjarðarströnd).
Baldur Olson. Foreldrar hans eru Haraldur Jóhannesson Ólafs-
sonar og; Hansína Einarsdóttir (bæði upprunnin á Húsavík í Þing-
eyjarsýslu), nú til heimilis í Winnipeg.
Júbil-þing (25. ársþing) hinsev. lút. kirkjufélags fsl. í Vesturheimi
var haldið í Winnipeg og stóð yfir frá 17. til 22. júní 1910. Forseti
var endurkosinn, séra Björn B. Jónsson í Minneota, Minn.
1. júlí 1910: tók fullnaðarpróf í læknisfræði við læknaskóla í Chi-
cago, Jóhann S. Jakobsson, fæddur á Eskifirði 5. ág. 1875, sonur
Jóhannesar Jakobssonar veitingamanns (d. i875) og konu hans
Guðnýjar Jónsdóttur, sem nú á heima hér vestra.
Leifur Magnússon í Duluth fekk skrásetjara-embættið við bók-
hlöðuna miklu í Washington, höfuðstað Bandaríkjanna, 1910. í nóv.
árinu áður tók hann próf er til þess þurfti að skipa það embætti og
leysti það af hendi ágætlega. Leifur útskrifaðist af háskólanum
í Duluth, Minn. 1905 með ágætiseinkunn og hlaut þá Cccil Rhodes-
verðlaunin, að fara til Oxford-háskólans, en fór þangað ekki, en í
stað þess tók hann kennarastöðu við Central-háskólann í Duluth í
bókstafareikningi og verzlunar-landafræði. Leifur þessi er sonur
Sigfúsar Magnússonar Jónssonar (frá Grenjaðarstað) og konu hans