Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Síða 65

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Síða 65
ALMANAK 1918 67 mun skáldgáfa auðkendust. í myndvísi minnir hann á olzta þjóðskáld vort, Egil Skallagrímsson. Mun það sann- ast sagt um hann, að ihann sé meira skáld en listamaður, enn meiri andans maður en akáld. Og við undruðumst íslenzku hans, hve gagnauðugur hanin var að orðurn og orðvís, þó að liann flyttist tvítugur af landi hrott og hefði síðan dvalist alla æfi í annari heimsálfu. Auðvitað mátti sjá útlegðai'-merki á stöku orðmyndum, en það var furðu sjaldan. Og við dáðumst enn meira að honum, er við vissum, að hann var bóndi, sjálílærður og sjálfhafinn (selfmade), er æ yrði að vinna erfiðisvinnu. — Sýnt var, að vel hafði hann varið tóonstundum sínum. Kvæði hans báru þess vitni, að hann var bæði víðlesinn og víð- liugsaður. Þetta vissum við um hann og meira ekki. Æfisögu hans kunnum við sama sem ekket, höfðum ekk- ert getað lesið um líf hans og éferíð, vissum ekkert um, hvaða skáld og bækur höfðu snortið hann fastást, nema livað auðséð var, að íslenzkar sagnir og sögur voru hon- um ótæmandi bmnnur yrkisefna og hugmynda. har var spegill er liann sýndi í skoðanir sínar og mánnlífið, eins og hann kendi þess. Og við kunnum engar sögur af hon- um sem ýmsum skáldum okkar lífs og liðnum. Og nú hefir gerst það æfintýri, að hann heimsótti okkur. Honum var boðið heim, sem kunnugt er. Hér hefir honum verið ger mikil sæmd, haldin virðuleg sam- sæti, gerður heiðursfélagi Bókmentaféilagsins, og alþingi hefir sæmt hann heiðursgjöf. Með þessu er honum skip- að á bekk með mestu merkis- og verðleikamönnum þjóðar vorrar. Á slíkum dómi bera dómendur ábyrgð fyrir dóm- greindi'i framtíð, sem einatt breytir þeim. En eg óttast okki, að þessi dómur samtíðar skáldsins um hann verði úr gildi numinn, hversu sem hann verður krufinn og kviðristur. Og æ er það fagnaðarefni, er góðgerðamönn- um þjóðanna eru fluttar maklegar þakkir, áður en þeir eru lagðir á líkfjalirnar. Hann hefir í sumar ferðast víða um land, séð irieira af því og kynst fleirum landsbúa, en við flestir gerum,. er öium hér aldur okkar, að kalla, alia æfi. Og hann hefir þúað alla, konur og karla, æðri og óæðri. Og alstaðar hefir honum verið tekið tveim höndum. Iíann hefir lika skygnst dýpra í íslenzkan anda en flestir heimdragi, frjóvgast rneira af honum. Og um land alt voru menn honum að nokkru kunnugir, þó að þeir hefðu aldrei séð hann né heyrt, ef til viU kunnugri honum en mörgum sveitungum sínum. Og þeim þótti vænt um hann fyrir göfgar nautnir, er hann veitti þeim, og að hann hafði klætt búningi óðs og stuðla sitthvað, er bærðist í hugum þeirra sjálfra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.