Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Qupperneq 65
ALMANAK 1918 67
mun skáldgáfa auðkendust. í myndvísi minnir hann á
olzta þjóðskáld vort, Egil Skallagrímsson. Mun það sann-
ast sagt um hann, að ihann sé meira skáld en listamaður,
enn meiri andans maður en akáld. Og við undruðumst
íslenzku hans, hve gagnauðugur hanin var að orðurn og
orðvís, þó að liann flyttist tvítugur af landi hrott og
hefði síðan dvalist alla æfi í annari heimsálfu. Auðvitað
mátti sjá útlegðai'-merki á stöku orðmyndum, en það var
furðu sjaldan. Og við dáðumst enn meira að honum, er
við vissum, að hann var bóndi, sjálílærður og sjálfhafinn
(selfmade), er æ yrði að vinna erfiðisvinnu. — Sýnt var,
að vel hafði hann varið tóonstundum sínum. Kvæði
hans báru þess vitni, að hann var bæði víðlesinn og víð-
liugsaður. Þetta vissum við um hann og meira ekki.
Æfisögu hans kunnum við sama sem ekket, höfðum ekk-
ert getað lesið um líf hans og éferíð, vissum ekkert um,
hvaða skáld og bækur höfðu snortið hann fastást, nema
livað auðséð var, að íslenzkar sagnir og sögur voru hon-
um ótæmandi bmnnur yrkisefna og hugmynda. har var
spegill er liann sýndi í skoðanir sínar og mánnlífið, eins
og hann kendi þess. Og við kunnum engar sögur af hon-
um sem ýmsum skáldum okkar lífs og liðnum.
Og nú hefir gerst það æfintýri, að hann heimsótti
okkur. Honum var boðið heim, sem kunnugt er. Hér
hefir honum verið ger mikil sæmd, haldin virðuleg sam-
sæti, gerður heiðursfélagi Bókmentaféilagsins, og alþingi
hefir sæmt hann heiðursgjöf. Með þessu er honum skip-
að á bekk með mestu merkis- og verðleikamönnum þjóðar
vorrar. Á slíkum dómi bera dómendur ábyrgð fyrir dóm-
greindi'i framtíð, sem einatt breytir þeim. En eg óttast
okki, að þessi dómur samtíðar skáldsins um hann verði
úr gildi numinn, hversu sem hann verður krufinn og
kviðristur. Og æ er það fagnaðarefni, er góðgerðamönn-
um þjóðanna eru fluttar maklegar þakkir, áður en þeir
eru lagðir á líkfjalirnar.
Hann hefir í sumar ferðast víða um land, séð irieira
af því og kynst fleirum landsbúa, en við flestir gerum,. er
öium hér aldur okkar, að kalla, alia æfi. Og hann hefir
þúað alla, konur og karla, æðri og óæðri. Og alstaðar
hefir honum verið tekið tveim höndum. Iíann hefir lika
skygnst dýpra í íslenzkan anda en flestir heimdragi,
frjóvgast rneira af honum. Og um land alt voru menn
honum að nokkru kunnugir, þó að þeir hefðu aldrei séð
hann né heyrt, ef til viU kunnugri honum en mörgum
sveitungum sínum. Og þeim þótti vænt um hann fyrir
göfgar nautnir, er hann veitti þeim, og að hann hafði
klætt búningi óðs og stuðla sitthvað, er bærðist í hugum
þeirra sjálfra.