Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Page 91
ALMANAK 1918
83
skólans og var skrifari skólahéraðsins framan af árum.
Bjarni er myndarmaSur, fróSur um margt og hefir mik-
iS af þeim hyggindum, sem í hag koma.
DavíS Bjamason Westmann var faeddur á Þór-
oddsstöSum í Húnavatnssýslu 1822. HöfSu forfeSur
hans búiS þar á eignarjörS sinni hver fram af öSrum um
langt skeiS. Kona Bjarna en móSir DavíSs hét GuS-
björg og var Jónsdóttir frá Söndum í MiSfirSi. Kona
DavíSs hét Þórdís Jónsdóttir. Bjó DavíS 14 árin
síSustu á Islandi í Fornahvammi í Mýrasýslu, og munu
margir, er fóru þar um farinn veg, minnast þess rausn-
arheimilis aS mörgu góSu. Þar misti DavíS Þórdísi
konu sína og fór síSan til Ameríku 1 899 og dvaldi um
hríS hjá Bjarna syni sínum, kaupmanni í Church-
bridge. SíSar tók hann land hér í bygSinni og bjó
þar til dauSadags, 19. maí 1904. DavíS var í röS
greindustu manna, fríSur sýnum og snyrtimaSur hinn
mesti í allri framkomu. SmiSur var hann á kopar og
járn og tré og alt fór honum mjög vel úr hendi.
Narfi Halldórsson. Foreldrar hans voru Halldór
Sveinsson og GuSrún Narfadóttir, hjón á Kálfhóli á
SkeiSum í Árnessýslu. Var hann hjá foreldrum sínum
þar til hann varS 24 ára, aS hann vistaSist aS Hákoti
á Álptanesi til ekkjunnar ÁstríSar Árnadóttur og gift-
ust þau nokkru seinna. Einn son eignuSust þau, er lát-
inn var heita GuSbrandur eftir fyrra manni ÁstríSar.
SambúS hjónanna var hin bezta, hún var rausnar- og
ráSdeildarkona og í öllu falli ágaetiskona. Hann aftur
rramúrskarandi ljúfmenni og lét hana ráSa um margt.
Narfi stundaSi sjó og hélt úti skipi, en var ekki afla-
sæll og var því efnahagurinn þannig, aS hafa þurfti
alla varkárni. Sleptu þau síSar jörSinni og settust aS
í Reykjavík um tíma. ÁriS 1883 fluttust þau ásamt
GuSbrandi til Ameríku og fóru fyrst til Dakota og
voru um tíma hjá Ólafi GuSmundssyni og konu hans,
SigþrúSi, dóttur ÁstríSar af fyrra hjónabandi. SíSan