Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Qupperneq 94
86
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
in þar sem alt var á kafi í snjó. Einar byrjaSi þegar
aS fella tré í hús sitt, en hélt til í húsi Jóns Magnússon-
ar um nætur, sem var tvær mílur burtu; gekk hann
þá vegalengd kvöld og morgna á skíSum, sem hann
bjó sér til úr blautum við úr skóginum. Eftir átta daga
var hann búinn aS koma upp hústópt, 20 fet á lengd
og I 2 á breidd, og hélt svo til Shellmouth aftur.. 23.
marz um voriS lagSi Einar aftur til nýlendunnar, og
voru þá í fylgd meS honum þeir Jón Magnússon og
Björn Ólafsson og höfSust þeir viS í húsi Jóns. Björn
og Einar fóru þá aS höggva viS í hús handa Birni.
Dag einn fóru þeir aS Ieita eftir landamerkjahælum
hjá Einari, því snjór var þá mjög farinn aS síga.
UrSu þeir þess þá varir, aS húsiS stóS ekki á Einars
landi og varS því aS færa þaS, og hjálpuSust þeir
Björn og Einar aS því og gekk vel. Var þaS fyrsta hús-
iS (utan Jóns) í Þingvalla, sem fjölskylda gat hafst
viS í og varS eftir þaS mörgum skýli. SíSan komu
þeir upp húsi handa Birni og fóru svo inn til Shell-
mouth. 9. apríl fór Einar aftur meS borSviS í þakiS
á húsi sínu og kom því þá undir þak, en lá viS í húsi
Jóns á meSan. Eftir átta daga flutti hann sig alfarinn
í hús sitt, þó væri þaS glugga og hurSarlaust. 28. apríl
fékk hann Williton, sem áSur er nefndur, til aS rista
upp blett fyrir jarSepIi, og voru þaS fyrstu strengirnir,
sem ristir voru meS plógi í Þingvalla. — Fyrsta maí-
mánaSar kom fjölskylda Einars frá Winnipeg. Frá
því hann fór þaSan í janúar um veturinn, hafSi GuS-
björg kona hans unniS fyrir fjölskyldunni og þar aS
auki borgaS $20 í ferSakostnaSinn vestur. Þau Ein-
ar og GuSbjörg bjuggu á landi sínu í sjö ár og tóku
ætíS góSan þátt í félagsskap bygSarinnar. Voru gest-
risin og var því oft gestkvæmt á heimili þeirra. ÁriS
1893 fluttust þau í grend viS Manitoba-vatn og bjuggu
þar á ýmsum stöSum og tóku þar síSan rétt á landi.
Hættu búskap 1904 og fluttu til dóttur sinnar Moniku,
sem gift var Magnúsi S. Thorlákssyni í Churchbridge,
og síSar til hinnar dótturinnar er Kristín heitir og gift