Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1918, Side 101
ALMANAK 1918
93
komulagi. Því má við bæta, að alt var skuldlaust.
Freysteinn lézt 1 7. marz 1914; hafði hann um nokkur
ár kent sjúkleiks í hálsi, sem ágerðist. Var hann á leið
til Winnipeg að leita læknishjálpar. Kvaddi hann konu
sína og vini á járnbrautarstöðinni í Churchbridge og
um leið og hann tók sæti í vagnlsestinni var hann ör-
endur. Kristín kona Freysteins var merkiskona. Alt
sem hún tókst á hendur, rækti hún með trúmensku,
sem aldrei brást. Heimilið annaðist hún með ráð-
deild og með svo miklum kærleik til manns síns og
barna, að aðdáanlegt var. Meðan á veikindum manns
hennar stóð, var eins og heilsa hennar færi þverrandi.
Hún var tilfinninganæm, hafði orðið fyrir sársauka
miklum 1901 við fráfall sextán ára dóttur af slysi, sem
hún aldrei gat gleymt. Og við fráfall manns síns fanst
henni líf sitt hlyti að vera á enda og þráði af alhug að
mega verða bónda sínum samíerða. Ung var eg
Njáli gefin” sagði Bergþóra forðum. Kristín andað-
ist 20. júlí sama ár og hvílir við hlið manns síns í
grafreit Þingvallakirkju. — Á þeim 28 árum, sem þau
hjón dvöldu hér í bygðinni, tóku þau mikinn og góðan
þátt í félagslífinu. Hann var öruggur starfsmaður
kristindómsmálanna og fulltrúi á kirkjuþingum Vestur-
íslendinga nokkrum sinnum. Alúð og gestrisni sýndu
þau hjón öllum er að garði bárust. Hafði hann gott
lag á að gleðja gesti sína með spaugsyrðum og með
þeim vekja skemtilegar samræður. — Fimm börn
þeirra eru á lífi: Kristín, kona Halldórs Reykjalín á
Mountain; Högni, í Winnipeg; Ingibjörg, kona Jónas-
ar Þorvarðssonar kaupmanns í Winnipeg; og Jón og
Guðný, sem nú sitja í búi foreldra sinna. Líka áttu
þau fósturbarn, Önnu Hannesdóttur, gifta J. G,
Snædal, tannlækni í Winnipeg. — Jón sonur Frey-
steins býr á landi föður síns, með systur sína fyrir bú-
styru, eins og áður er sagt. Hefir Jón mörg lönd yfir
að ráða, er dugnaðarmaður með afbrigðum og býr
stórbúi og líklegur að eiga góða framtíð.—1916.